Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 2

2
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Inngangur
Til kennara
Inngangur
Kennslubókin
Um víða veröld – Heimsálfur
er bók einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Bókin er
byggð upp þannig að í henni eru átta kaflar sem eru einskonar ferðalag um heiminn. Fyrst er fjallað um
tengsl manns og náttúru. Síðan er fjallað um hverja heimsálfu fyrir sig og í lokin um auðlindanýtingu
mannsins í hafinu.
Þar sem lesefni og verkefni er talsvert að umfangi er ekki ætlast til að efnið sé allt tekið fyrir, því hæglega
er hægt að kenna námsefnið heilan vetur. Ef kennara sýnist svo er um að gera að velja efni sem taka á
fyrir og gefa sér tíma í það, leyfa nemendum að sökkva sér í viðfangsefnin.
Uppbygging bókar
Hver kafli skiptist upp í nokkra mismunandi þætti:
• Meginmál:
Þar er fjallað um landfræðileg málefni, landslag, náttúru, náttúruauðlindir, atvinnu-
hætti og einkenni hverrar heimsálfu. Fjallað er um ákveðin svæði eða lönd innan hverrar heims-
álfu þar sem einkennum svæðisins er lýst.
• Rammagreinar:
Þar sem tekin eru fyrir málefni ýmist landfræðileg eða söguleg eða tengd frétt-
um líðandi stundar.
• Ítarkaflar:
Heil opna þar sem fjallað er um afmarkað efni.
• Hugtakaskýringar:
Eru teknar fyrir og útskýrðar um leið og þær koma fyrir í efninu.
• Kort og myndir
: Fjöldi korta og mynda eru í bókinni sem bjóða upp á fjölbreytta vinnu. Fremst í
hverjum álfukafla er gróðurkort með landamærum. Þá er auðveldlega hægt að átta sig á því gróð-
urfari sem er ríkjandi í hverju landi fyrir sig. Aftast í hverjum kafla er hins vegar pólitískt kort með
höfuðborgum allra landa. Fyrir neðan eru tölfræðiupplýsingar sem hægt er að vinna með.
• Verkefni:
Í kennslubókinni er fjöldi fjölbreyttra verkefna sem kennari getur notað í vinnu með
nemendahópnum í heild sinni eða í smærri hópum. Ekki er ætlast til að nemendur vinni öll verk-
efnin. Kennari getur t.d. valið ákveðin verkefni sem nemendur vinna og síðan leyft þeim að velja
verkefni eftir áhuga.
Verkefnin skiptast þannig:
• Kortavinna:
Hér er lögð áhersla á kortalæsi nemenda. Við verkefnavinnu þurfa nemendur að
hafa aðgang að góðum kortum. Hægt er að nota kortin í bókinni en einnig er mikilvægt að kenna
nemendum að nota önnur kort t.d. í
Kortabók handa grunnskólum
sem gefin var út 2012. Aftast
í kennsluleiðbeiningum má finna kort af heimsálfum bæði einum og sér og líka heimskort sem
kennarar geta ljósritað fyrir einstök verkefni.
• Finndu svarið:
Þar sem nemendur finna svarið í bókinni.
• Umræður
: Hér er unnið með umræðuefni sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar: Nemendur
eru hvattir til að skoða ýmis álitamál sem tengjast efninu og ætti kennari að hvetja til að málið sé
litið gagnrýnum augum út frá ólíkum sjónarhornum. Nemendur læra að orða hugmyndir sínar
og spyrji margvíslegra spurninga tengdum efninu. Samtímis fá þeir þjálfun í beitingu fjölbreyttra
hugtaka og fá þannig tækifæri til að tileinka sér þau. Þannig fá nemendur tækifæri til þess að orða
hugsun sína á skýran og skipulegan hátt.
1 3,4,5,6,7,8,9,10,11,12,...72
Powered by FlippingBook