

97
Skali 3B
E
eftirmynd
fyrir hvern punkt á eftirmyndinni er samsvarandi punktur á frummyndinni
eins punkts fjarvídd hefur sjónlínu og einn hvarfpunkt
einslaga
tvær þríhyrningslaga myndir eru einslaga ef þær hafa tvö og tvö horn jafn stór
empírísk gögn
gögn sem eru fengin í tilraunum, úr reynslu af eða athugunum á raunveruleikanum
F
fallgildi
gildi sem fall fær þegar breyta er sett inn í fallstæðuna; fallgildi er skráð á
y
-ás
þegar graf falls er teiknað
fallstæða
algebrustæða sem lýsir falli
fjarvíddarteikning
aðferð til að sýna þrívíðan hlut á tvívíðum fleti þannig að fram komi dýptaráhrif
í myndina
fleygbogi
graf annars stigs falls
formengi
mengi allra
x
-gilda sem fall gildir fyrir
formúlureikningur
að nota formúlu sem jöfnu og leysa hana út frá stærðinni sem finna skal
fyrsta ferningsreglan (
a
+
b
)
2
=
a
2
+ 2
ab
+
b
2
G
grafísk lausn á annars
stigs jöfnu
aðferð til að leysa jöfnu með því að teikna graf annars stigs falls og finna
skurðpunkt grafsins og
x
-ássins
grafísk lausn á línulegu
jöfnuhneppi
aðferð til að leysa jöfnuhneppi með því að teikna gröf línulegu jafnanna og
finna skurðpunkt þeirra
gullinsnið
þegar skipting striks er þannig að lengri hluti þess stendur í sama hlutfalli við
styttri hlutann og strikið í heild stendur við lengri hlutann, hlutfallið er ≈ 1,618
H
háðir atburðir
þegar útkoma úr atburði er háð því sem gerist í öðrum atburði
hágildispunktur
punktur sem hefur hærra y-gildi en allir aðrir nálægir punktar hægra eða vinstra
megin við punktinn
heildargreiðsla af láni
summan af afborgunum, vöxtum og gjöldum sem borga þarf vegna láns við
hverja afborgun
herma
í líkindareikningi: að búa til líkan af atburði
hlutfall
sjá: rétt hlutfall: öfugt hlutfall;
hlutfallstala kostnaðar segir t.d. til um greiðslur sem standa í réttu hlutfalli við lánsupphæð
hlutfallstíðni
fjöldi athugana á tilteknum atburði deilt með heildarfjölda athugana