

Kafli 6 • Æfingasíður
69
6.24
Þú átt að draga tvö spil af þessari spilahendi án þess að sjá
og án þess að skila fyrra spilinu.
a
Hve miklar líkur eru á að þú dragir tvær tíur?
b
Hve miklar líkur eru á að þú dragir tvö spil með sama gildi?
6.25
Reiðhjól kostaði 58 000 kr. Verðið er lækkað um 30%.
Hvert er nýja verðið á hjólinu?
6.26
Elsa kaupir veski á 9600 kr. Hún hefur þá fengið 20% afslátt.
Hvað kostaði veskið áður en verðið var lækkað?
6.27
Jósef ætlar að blanda saft í hlutfallinu 1 : 5.
Hve mikið af saft og hve mikið vatn þarf hann til að fá 3
l
af saftblöndu?
6.28
Æskulýðsfélag telur 120 félaga. 60% félaganna eru yngri en 16 ára.
25% þeirra sem eru yngri en 16 ára urðu félagar nú í ár. Átta félagar
sem eru orðnir 16 ára urðu líka félagar nú í ár.
a
Raðaðu þessum gögnum í Vennmynd eða krosstöflu.
b
Hve miklar líkur eru á að félagi, valinn með slembivali, sé yngri
en 16 ára en hafi ekki orðið félagi nú í ár?
c
Félagi sem er orðinn 16 ára er dreginn út með slembivali.
Hve miklar líkur eru á að viðkomandi hafi ekki orðið félagi nú í ár?
6.29
Sex sætum er raðað umhverfis kringlótt borð. Þriggja manna hópur ætlar
að setjast við borðið. Á hve marga vegu er hægt að raða hópnum?
6.30
Á matseðli veitingastaðar eru fjórir forréttir, fimm aðalréttir og þrír
eftirréttir. Þú setur saman matseðil með forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
a
Hve margar samsetningar eru mögulegar?
Júlía og María velja þriggja rétta máltíð óháð hvor annarri.
b
Hve miklar líkur eru á að þær velji að minnsta kosti einn rétt eins?