Skali 3A
92
Ýmis verkefni
Fibonacci og spíralar
Þið þurfið
• rúðustrikað blað
• hringfara og reglustiku
• ananas, greniköngul eða furuköngul
• mynd af sólblómi
• tússpenna (eða margar teiknibólur)
Aðferð
Hluti 1
1
Byrjaðu á því að teikna lítinn ferning þar sem hliðarlengdin er 1.
2
Settu odd hringfarans í eitt hornið og teiknaðu boga yfir
hornalínuna í ferningnum yfir í mótlægt horn.
3
Teiknaðu jafn stóran ferning við hlið þess fyrri þannig að þú getir
haldið áfram frá hringboganum sem þú byrjaðir á og teiknað boga
yfir hornalínuna eins og í fyrri ferningnum.
4
Nú hefur þú teiknað rétthyrning. Bættu nú við ferningi með
hliðarlengdina 2 þannig að þú fáir nýjan rétthyrning.
Haltu áfram með bogann.
5
Haltu áfram að teikna ferninga á langhlið rétthyrningsins
og teiknaðu bogana.
6
Skráðu hliðarlengdina í hverjum ferningi jafnóðum og þú teiknar.
Hvað kemur í ljós?
Hluti 2
Myndin sýnir hvernig mynstrið á ananasinum myndar vefju.
Fylgja má vefjunum frá hægri til vinstri eða frá vinstri til hægri.
Útvegaðu ananas, notaðu tússpenna og merktu vefju sem liggur til vinstri.
Teldu frá þessari vefju hve margar „vinstrisnúnar “ vefjur eru kringum
ananasinn. Endurtaktu leikinn með „hægrisnúnu“ vefjunum.
Prófaðu þetta á köngli og á myndinni af sólblómi.
Hvað kemur í ljós?