Previous Page  88 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 88 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

86

Ýmis verkefni

Þríhyrningur eða ferhyrningur

Þið þurfið

• sogrör

• pípuhreinsara

Aðferð

Komdu pípuhreinsurunum fyrir inni í sogrörunum þannig að

smávegis af pípuhreinsurunum standi út úr báðum endum röranna.

Öll sogrörin eiga að vera jafn löng. Næst skaltu binda rörin saman

með því að vefja endum pípuhreinsaranna hverjum um annan.

1

Búðu til einn þríhyrning og einn ferhyrning.

a

Athugaðu hvort formið er stífara.

b

Hvað geturðu sagt um hornin í þessum tveimur formum?

2

Byggðu við þríhyrninginn þannig að þú búir til þrístrendan píramída (fjórflötung).

Byggðu einnig við ferhyrninginn og búðu til tening.

a

Leggðu mat á hvor þeirra fjórflötungurinn eða teningurinn heldur

forminu betur ef kröftum er beitt til að skekkja þá.

b

Hvort formanna hentar betur ef stærri byggingarframkvæmdir eru

fyrirhugaðar? Útskýrðu hvers vegna.

3

Prófaðu að nota sömu aðferð og í lið 2 til að búa til

• áttflötung (þrívítt form úr 8 jafnhliða, eins þríhyrningum)

• tvítugflötung (þrívítt form úr 20 jafnhliða, eins þríhyrningum)

• tólfflötung (þrívítt form úr 12 jafnhliða, eins fimmhyrningum)

Er auðveldara að búa sum formin til en önnur? Ef svo er – hvaða form

og hvers vegna?