Previous Page  86 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 86 / 161 Next Page
Page Background

Markmið

f

u

f

= framstig í mm

u

= uppstig í mm

Skali 3A

84

Tækni, list og arkitektúr

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• lýsa grunnreglum byggingartækninnar

• nota mikilvæga eiginleika þríhyrninga

• útskýra hvað einkennir gullinsnið

Þegar ætlunin er að byggja til dæmis hús, brýr, stiga,

almenningsgarða eða eitthvað annað þarf að gæta

þess að þessar byggingar verði öruggar, traustar og þjóni

tilgangi sínum. Þar að auki mega þær helst ekki vera ljótar

eða spilla umhverfinu á nokkurn hátt.

Stjórnmálamenn gera deiliskipulag sem koma á í veg fyrir

að byggingar rísi hvar sem er. Allir sem ætla að hefja

byggingarframkvæmdir þurfa að sækja um byggingarleyfi.

Yfirvöld eiga að gæta þess að aðeins séu veitt slík leyfi

þegar lög, deiliskipulag og alls kyns viðmiðunarreglur

leyfa.

Ef þú hefðir í hyggju að byggja stiga þarf hvert þrep að vera í eðlilegri stærð.

Það má ekki vera of langt og ekki of stutt. Í byggingarreglugerð eru settar fram

viðmiðunarreglur um hvernig tengslin milli framstigs þrepanna (það er dýptar)

og uppstigs þeirra (þ.e. hæðar) þurfa að vera til að stiginn verði þægilegur.

Formúla fyrir stiga:

f

+ 2

u

= (620 ± 20) mm,

þar sem f táknar framstig, það er dýpt þrepsins, og

u

táknar uppstig,

það er hæðina milli þrepa (hvorttveggja mæld í millimetrum).

2.64

Finndu fjóra mismunandi stiga, tvo utanhúss og tvo innanhúss.

Mældu uppstig og framstig þrepanna og athugaðu hvort þau

uppfylla kröfurnar í stigaformúlunni.