Bygging,
ljósmynduð
í þriggja
punkta
fjarvídd þar
sem þriðji
Bygging, ljósmynduð í tveggja punkta
fjarvídd. Geturðu útskýrt hvers vegna sjón-
hæðarlínan er svo neðarlega á myndinni?
Bygging, ljósmynduð í þriggja-
punkta fjarvídd þar sem þriðji
hvarfpunkturinn er fyrir ofan
sjónlínu. Þetta kallast einnig
músarsjónarhorn.
hvarfpunkturinn
er undir
sjónhæðar-
línunni. Þetta
kallast einnig
fuglasjónarhorn.
Skali 3A
82
Fleiri en einn hvarfpunktur
Ef við færum hvarfpunktinn á teikningu sem er í eins punkta fjarvídd út á
hliðarbrún verður teikningin ekki trúverðug. Til að fá fram dýpt í myndina
á annan hátt notum við í staðinn tvo eða þrjá hvarfpunkta.
Í
tveggja punkta fjarvídd
notum við sjónlínu með tveimur
hvarfpunktum. Eitt hornið snýr að áhorfandanum. Allar línur sem eru
láréttar í raunveruleikanum eru dregnar í hvarfpunktinn og allar línur
sem eru lóðréttar í raunveruleikanum eru samsíða.
Í
þriggja punkta fjarvídd
notum við sjónlínu með tveimur
hvarfpunktum og þriðji hvarfpunkturinn er yfir eða undir
sjónlínunni. Allar línur sem eru láréttar í raunveruleikanum eru
dregnar í hvarfpunktana á sjónlínunni og allar línur sem eru lóðréttar
í raunveruleikanum eru dregnar í þriðja hvarfpunktinn.