140
260
270
280
Framstig í ganglínu (mm)
Uppstig (mm)
290
300
310
320
250
150
160
170
180
190
25°
26°
27°
28°
29°
30°
31°
32°
33°
34°
35°
36°
37°
Stigi
utanhúss
Stigi
innanhúss
Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun
85
Byggingarreglugerð mælir svo fyrir um að
auk þess að fylgja skuli stigaformúlunni eigi
hallinn á innanhússstigum að vera milli 30°
og 36° og á stigum utanhúss 30° eða minna.
Myndin hér til hliðar sýnir tengslin milli
stærðanna þriggja, framstigsins, uppstigsins
og hallans. Uppfylli stiginn þessar reglur eiga
málin að vera innan gráa svæðisins á
myndinni.
Lesa má af myndinni að 175 mm uppstig
og 270 mm framstig gefur 33° halla.
2.65
Notaðu töfluna með upplýsingum
um framstig, uppstig og halla.
a
Finndu halla stiganna sem þú mældir í dæmi 2.64. Eru þessar
tröppur með þann halla sem mælt er með fyrir inni- og útistiga?
b
Hugsaðu þér að þú ætlir að smíða stiga með 30° halla og
framstigi 285 mm. Hvert á uppstigið þá að vera?
c
Stigi hefur framstigið 275 mm og uppstigið 158 mm.
Er þessi stigi í samræmi við reglurnar?
d
Stigi utanhúss þarf að hafa 28° halla.
Þú mátt ekki nota (svigrúmið +/–20)
í stigaformúlunni.
Hvað þarftu þá að velja sem framstig og uppstig?
2.66
Þrep hringstigans á myndinni
geta ekki fullnægt reglunum
nema á ákveðnum stað á þrepinu. Finndu hringstiga
eða sveigðan stiga. Taktu nauðsynleg mál og finndu
hvar á milli hliðarenda þrepanna málin uppfylla
kröfurnar í stigaformúlunni.
Ganglína
er sá hluti þreps
í stiga sem
gengið er á.