Previous Page  82 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 82 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

80

2.55

Veldu eitt myndefni hér fyrir neðan og teiknaðu það í eins punkta fjarvídd.

skókassi

gangur

herbergið þitt

landslag

2.56

Notaðu rúmfræðiforrit.

a

Teiknaðu kubb eða kassa í eins punkta fjarvídd.

• Teiknaðu lárétta sjónlínu.

• Merktu hvarfpunktinn F á miðja sjónhæðarlínuna.

• Teiknaðu reglulegan ferhyrning, ABCD, fyrir neðan sjónhæðarlínuna.

• Teiknaðu hálflínur úr hverju horni ferhyrningsins gegnum

hvarfpunktinn.

• Merktu punktinn P á hálflínuna efst til vinstri sem þú notar sem

útgangspunkt til að teikna dýptina í kubbinn.

• Teiknaðu línur sem eru samsíða vinstri hlið og efri hlið gegnum P.

• Finndu skurðpunkta samsíða línanna og hinna hálflínanna

og haltu áfram að teikna samsíða línur gegnum þessa skurðpunkta

þar til þú hefur teiknað „bakhliðina“ á kubbinn.

• Teiknaðu nú allar hliðarbrúnir kubbsins skýrt og greinilega

og þurrkaðu út hálflínur og hjálparlínur.

b

Breyttu staðsetningu hvarfpunktsins og sjónhæðarlínunnar og

skoðaðu hvernig kubburinn breytist.

1

Hvar er sjónhæðarlínan ef þú horfir á kubbinn ofan frá?

2

Hvar er sjónhæðarlínan ef þú horfir á kubbinn neðan frá?

Hvarfpunkturinn

getur verið fyrir

utan myndina.

Edvard Munch:

„Ópið“, 1893