Sjónhæðarlína
er alltaf dregin
sem lárétt lína.
Hvarfpunktur
er sá
punktur þar sem tvær
eða fleiri samsíða línur
virðast skerast
óendanlega langt frá
þeim sem horfir á.
E
ins punkta fjarvídd
hefur eina
sjónhæðarlínu
og einn hvarfpunkt.
Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun
79
Í eins punkta fjarvídd er notuð sjónhæðarlína og hvarfpunktur. Allar
láréttar línur sem liggja í lengdarátt eru dregnar í hvarfpunktinn en
allar lóðréttar línur eiga að vera samsíða.
Teiknaðu einfalda götumynd í eins punkta fjarvídd. Notaðu blýant.
Þrep Lýsing
Mynd
1
Teiknaðu sjónhæðarlínu og merktu hvarfpunkt á línuna.
2
Teiknaðu allar brúnirnar á götunni neðan frá og í
hvarfpunktinn. Þessar línur eiga að sýna gangstéttirnar,
götubrúnirnar og hvar trjábolir og jörð mætast.
3
Teiknaðu hjálparlínur ofan frá og í hvarfpunktinn.
Hjálparlínurnar eiga að sýna efsta hluta bygginganna,
ljósastaura, tré o.s.frv.
4
Teiknaðu allar lóðréttar línur þar sem þú átt að teikna
hús, tré og fleira.
5 Ljúktu við teikninguna og strokaðu út óþarfar
hjálparlínur.