Previous Page  81 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 81 / 161 Next Page
Page Background

Sjónhæðarlína

er alltaf dregin

sem lárétt lína.

Hvarfpunktur

er sá

punktur þar sem tvær

eða fleiri samsíða línur

virðast skerast

óendanlega langt frá

þeim sem horfir á.

E

ins punkta fjarvídd

hefur eina

sjónhæðarlínu

og einn hvarfpunkt.

Kafli 2 • Rúmfræði og hönnun

79

Í eins punkta fjarvídd er notuð sjónhæðarlína og hvarfpunktur. Allar

láréttar línur sem liggja í lengdarátt eru dregnar í hvarfpunktinn en

allar lóðréttar línur eiga að vera samsíða.

Teiknaðu einfalda götumynd í eins punkta fjarvídd. Notaðu blýant.

Þrep Lýsing

Mynd

1

Teiknaðu sjónhæðarlínu og merktu hvarfpunkt á línuna.

2

Teiknaðu allar brúnirnar á götunni neðan frá og í

hvarfpunktinn. Þessar línur eiga að sýna gangstéttirnar,

götubrúnirnar og hvar trjábolir og jörð mætast.

3

Teiknaðu hjálparlínur ofan frá og í hvarfpunktinn.

Hjálparlínurnar eiga að sýna efsta hluta bygginganna,

ljósastaura, tré o.s.frv.

4

Teiknaðu allar lóðréttar línur þar sem þú átt að teikna

hús, tré og fleira.

5 Ljúktu við teikninguna og strokaðu út óþarfar

hjálparlínur.