Previous Page  80 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 80 / 161 Next Page
Page Background

Ýmis verkefni

Eiginleikar og einkenni fjarvíddar

Þið þurfið

• myndir af „flugvél innanborðs“ og „götu í borg“ á A4-blaði

(verkefnablöð til ljósritunar 3.2.12 og 3.2.13)

• reglustiku, blýant, strokleður

• pappír eða blað til ljósritunar – með ferningum

Hluti 1 – Að uppgötva

1

Teiknaðu línurnar tvær sem eru sýndar með rauðum lit á flugvélamyndinni.

2

Haltu áfram að teikna línur í sömu mynd. Teiknaðu láréttar línur sem liggja

í sömu átt og skrokkur flugvélarinnar. Finndu að minnsta kosti sex línur.

3

Finndu á sama hátt að minnsta kosti sex láréttar línur sem liggja í sömu átt

og gatan á borgarmyndinni.

4

Hvað er sérstakt við línurnar sem þú teiknaðir?

5

Hvað heldurðu að átt sé við með orðinu „hvarfpunktur“?

6

Veldu annan lit og dragðu línu gegnum punktinn sem þú telur vera

hvarfpunktinn. Línan á að vera samsíða grunnlínu (neðstu línu) myndarinnar.

7

Útskýrðu með eigin orðum hvað átt er við með láréttu línunni sem kallast

sjónhæðarlína.

Hluti 2 – Að teikna

Markmiðið er að teikna þrjá kubba sem svífa um í lausu lofti.

Notaðu reglustiku og blýant þegar þú teiknar. Myndin hér til

hægri sýnir hvernig þú getur byrjað.

1

Teiknaðu einn kubb í einu. Ferningurinn sýnir framhlið

kubbsins. Byrjaðu á að draga hjálparlínur frá hverju horni í

punkt A.

2

Teiknaðu bakhlið kubbsins með því að draga strik milli

hjálparlínanna. Gættu þess að strikin verði samsiða

hliðarbrúnum ferningsins.

3

Gerðu nú allar hliðar kubbsins skýrar og greinilegar og strokaðu út það sem eftir

er af hjálparlínunum.

4

Hvað kallast punkturinn A?

5

Hvað kallast punktalínan?

A