Markmið
Egypsk freska
(veggmálverk)
um 1400
f.Kr.Hæð
Lengd
Breidd
Skali 3A
76
Fjarvíddarteikning
HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ
• bera kennsl á og lýsa hvernig fjarvídd er notuð í myndum og teikningum
• teikna skissur með einum eða fleiri hvarfpunktum
Veröldin í kringum okkur er þrívíð. Bæði í listum og vísindum er til siðs að
gera eftirmyndir á pappír af raunveruleikanum. Það getur verið nokkuð
erfitt að fá fram dýpt í slíkar myndir þar sem pappír hefur einungis tvær víddir.
Í Egyptalandi til forna voru gerðar myndir sem höfðu ekki dýpt.
Margar aðferðir er hægt að nota til að fá fram dýpt í myndir. Fjarvíddarteikning er
ein þeirra. Með því að yfirfæra þrívíða hluti yfir á tvívíðan flöt er hægt að fá fram
svokölluð form sem rugla augað eða ,,ólíkindaform”. Það eru myndir sem ekki geta
staðist í raunveruleikanum, nokkurs konar sjónhverfingar.
Fjarvídd
er notuð
til að sýna þrívíða
hluti og fyrirbæri
á tvívíðum fleti
þannig að myndin
sýnist hafa dýpt.
Þrívíður
hlutur er
mældur eftir þremur
ásum sem eru
hornréttir hver á
annan í raunveru-
leikanum.