Previous Page  110 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 110 / 161 Next Page
Page Background

Skali 3A

108

Jöfnur með fleiri en einni óþekktri stærð

Þegar fleiri en ein óþekkt stærð er í jöfnu geta margar lausnir komið til greina.

Ef vogin á mynd 1 er í jafnvægi má segja að sívalningur hafi sama gildi og tvær

kúlur en við vitum ekki hvert gildi kúlnanna er. Það getur verið hvað sem er svo

fremi að sívalningurinn hafi tvöfalt gildi einnar kúlu.

Ef við eigum að finna gildi kúlunnar og sívalningsins þurfum

við meiri upplýsingar. Með þeim upplýsingum sem við höfum

fengið til viðbótar á mynd 2 getum við með rökhugsun fundið

lausn. Við sjáum að einn sívalningur og tvær kúlur vega

helminginn af 24 kg, það er að segja 12 kg. Af fyrri

upplýsingum má sjá að tveir sívalningar vega 12 kg og að

einn sívalningur vegur þá 6 kg. Þar með vegur ein kúla 3 kg.

Þetta má setja fram sem tvær jöfnur. Látum

x

tákna þyngd

sívalnings og

y

þyngd kúlu.

Mynd 1 gefur jöfnuna:

I

x

+ 2

y

= 2

x

Mynd 2 gefur jöfnuna:

II

2

x

+ 4

y

= 24

Leysa má

jöfnuhneppi

á marga vegu. Í báðum jöfnunum hafa

x

og y sama gildi. Það

þýðir að við getum úr fyrri jöfnunni fundið stæðu sem táknar

x

og sett hana inn í

síðari jöfnuna. Þá höfum við minnkað dæmið niður í eina jöfnu með aðeins einni

óþekktri stærð og slíkar jöfnur hefur þú leyst áður. Í jöfnu II má deila með 2 báðum

megin við jöfnumerkið.

Jöfnurnar tvær má því umrita þannig:

I

2

y

= 2

x

x

2

y

=

x

II

x

+ 2

y

= 12

Af jöfnu I sérðu að setja má x í staðinn fyrir 2y. Jafna II verður þá

II

x

+

x

= 12

2

x

= 12

sem hefur lausnina

x

= 6

Ef við setjum lausnina inn í jöfnu I fæst:

2

y

= 6

y

= 3

Þetta er nákvæmlega það sama og við fengum með rökhugsuninni sem við

beittum á myndirnar af sívalningunum og kúlunum. Aðferðin sem notuð var

til að leysa þetta jöfnuhneppi kallast

innsetningaraðferðin

.

24 kg

Figur 1

Figur 2

Jöfnuhneppi

felur í sér tvær

eða fleiri jöfnur

með tvær eða fleiri

óþekktar stærðir.