Previous Page  108 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 108 / 161 Next Page
Page Background

Markmið

Skali 3A

106

Línulegar jöfnur og

línuleg jöfnuheppni

HÉR ÁTTU AÐ LÆRA AÐ

• leysa línuleg jöfnuhneppi með innsetningaraðferðinni

• leysa línuleg jöfnuhneppi með samlagningaraðferðinni

• leysa línuleg jöfnuhneppi með teikniaðferðinni

• setja upp og leysa línuleg jöfnuhneppi sem tengjast daglegu lífi

• reikna með formúlum

Jafna er samsett úr tveimur stæðum sem tengdar eru með jöfnumerki. Það

þýðir að stæðurnar eru jafngildar. Jafna inniheldur eina eða fleiri óþekktar stærðir.

Það sem stendur vinstra megin við jöfnumerkið er jafnt því sem stendur hægra

megin

. Jöfnurnar sem þú hefur leyst fram að þessu hafa haft eina óþekkta stærð.

Venjulega er bókstafurinn

x

notaður til að tákna óþekktu stærðina og þú hefur

lært hvernig leysa má slíkar jöfnur. Lausn jöfnu segir til um hvaða gildi

x

hlýtur

að hafa til að jafnan sé rétt.

Þú getur hugsað þér að jafna sé skálavog.

Það þarf að vera jafnvægi milli þess

sem er hægra megin og vinstra megin í jöfnunni

. Ef þú bætir við eða dregur frá

öðrum megin í jöfnunni verður þú að gera hið sama hinum megin. Sama á við um

margföldun og deilingu með tölum. Á meðan þú gætir þess að gera sömu

reikningsaðgerðirnar báðum megin mun jafnan verða áfram rétt. Þetta má sýna

með eftirfarandi mynd.

Fjórar jafn þungar kúlur plús 10 kg vega 26 kg. Ef við fjarlægjum 10 kg af hvorri

hlið sjáum við að fjórar kúlur vega 16 kg. Það þýðir að hver kúla vegur fjórðung af

16 kg, það er að segja 4 kg.

Láttu

x

tákna þyngd einnar kúlu í kílógrömmum. Með jöfnu verður þetta

sett þannig fram:

4

x

+ 10 = 26 | −10

4

x

= 16 | : 4

x

=

16

4

x

= 4

26 kg

10 kg