Previous Page  12 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

10

Þjálfum minnið

Hvaða spil fékkstu?

Námsfélagar vinna saman með einn spilastokk.

Skiptist á að gefa og að gera.

Spilari A dregur þrjú spil úr stokknum og leggur fyrir spilara B.

Spilari B leggur spilin á minnið og snýr þeim síðan á hvolf.

Æfið ykkur fyrst í að muna bara töluna en síðan er hægt að bæta

við sortinni.

Spilari A bíður í smá stund en spyr svo: „Hvaða spil fékkstu?“

Þá reynir spilari B að muna hvaða spil hann fékk í réttri röð.

Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt munað spil.

Þegar báðir spilafélagar hafa reynt sig á þremur spilum

er aukið um eitt spil í hverri umferð og spilað áfram.

Hvað gast þú

munað mörg spil?

Margir vísindamenn hafa bent á

að flestir geta munað um 7 tölur

í einu en með auknum talnafjölda

fer minnið að eiga erfiðara með

að muna.

Samstæðuspil

Næsta spil þekkið þið líkast til frá því að þið voruð lítil og áttuð borðspil

sem samanstóð af mörgum spjöldum með litríkum myndum. Spjöldin

voru sett á hvolf og spilafélagar skiptust á að fletta tveimur spjöldum í

hverri umferð. Hver mynd kom fyrir tvisvar sinnum og markmiðið var

að finna samstæður.

Spilið samstæðuspil með spilastokki. Samstæður eru fengnar eftir litum –

tígulátta passar við hjartaáttu, spaðagosi passar við laufagosa o.s.frv.

Hægt er að einfalda leikinn með því að vera bara með spilin frá ás til áttu

í fyrsta leik og ráðast svo til leiks með allan stokkinn í annarri umferð.