Previous Page  10 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

8

Til hvers að þjálfa hugann?

Við getum þjálfað heilann rétt eins og við getum gert styrktaræfingar til að vöðvarnir í

líkamanum verði sterkari og hreyft okkur daglega til að bæta þolið. En til hvers að þjálfa

hugann? Jú, til að hann verði eins sterkur og úthaldsgóður og mögulegt er. Við getum t.d.

þjálfað hugann í að muna hluti, reikna í huganum, einbeita okkar í lengri tíma án þess að

þreytast, lesa hraðar, ímynda okkar aðstæður og finna skapandi lausnir á verkefnum.

Vísindamenn hafa rannsakað minni fólks í mörg ár. Minnið er okkur mikilvægt því allt

sem við lærum og upplifum geymum við í minninu. Ekki bara efni sem tengist skólanum

heldur líka öll orð sem við höfum lært, ferðalög sem við höfum farið í, lög sem við heyrum

og lykt sem við finnum.

Lokið augunum

og hugsið um lag

eða lykt sem kallar

fram einhverja

minningu hjá

ykkur.

Minnið er mjög flókið en ef við einföldum málið svo um munar má segja

að það skiptist niður í

skammtímaminni

og

langtímaminni

.

Skammtímaminnið geymir upplýsingar í nokkrar sekúndur.

Langtímaminnið geymir upplýsingar í marga klukkutíma, mánuði

og jafnvel ár.

Það er gott fyrir hugann að:

• leysa þrautir.

• læra nýja hluti.

• reikna í huganum.

• lesa texta og rýna í myndir.

• leggja á minnið.

• sofa vel á nóttunni.

Tilbúin, viðbúin, af stað … þjálfum hugann

Þjálfum athyglina

Ein leið til að þjálfa hugann er að veita hlutum athygli.

Skoðið saman þessar tvær myndir á næstu síðu og finnið atriði

sem eru ekki eins. Skrifið þau hjá ykkur. Alls eru 10 atriði ólík.

Kennari safnar saman atriðum á töfluna í lokin.