Previous Page  9 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 132 Next Page
Page Background

1. KAFLI

7

Upphitun

Heilinn er mikilvægt líffæri í líkama okkar. Hann er mjög flókinn og það er hægt að segja að

hann sé stjórnstöð líkamans. Heilinn er miðstöð taugakerfisins og í raun er hann eins og

öflug tölva sem geymir minningar okkar. Hann stýrir því hvernig við hugsum og hvernig við

bregðumst við áreiti, hvernig okkur líður og hvernig við hreyfum okkur. Heilinn hefur þróast

mikið frá tímum frummanna og vísindamenn eru sífellt að læra eitthvað nýtt um heilann.

Albert Einstein var vísinda-

maður sem var uppi á

árunum 1879–1955. Hann

fékk Nóbelsverðlaunin í

eðlisfræði 1921 en er líkast

til þekktastur fyrir afstæðis-

kenninguna. Hann var

frekar seinþroska og átti erfitt með að fóta sig

í skóla sem varð til þess að honum leiddist

skólagangan framan af. En þegar hann eltist

fann hann sig í stærðfræði og eðlisfræði. Í dag

er hann goðsögn í heimi vísinda og hefur

sannarlega markað spor í sögu mannkynsins.

Mannsheili er þrisvar sinnum stærri en heilinn

í spendýrum að svipaðri stærð og maðurinn.

HEILINN ER VARINN AF

HÖFUÐKÚPUNNI SEM ER SAMSETT

ÚR 22 BEINUM.

Sagan segir að þegar Albert Einstein var krufinn hafi meina-

fræðingurinn stolið heilanum hans og geymt í krukku í um 20 ár.

Heili í fullorðnum einstaklingi vegur um 1,5 kg.

Þegar við vökum framleiðir heilinn sömu orku

og þarf til að lýsa upp meðalstóra ljósaperu.

Alli Æns er nú

bara svolítið líkur

honum Málfróði.

Þeir eru tvífarar

vikunnar!