Previous Page  7 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 132 Next Page
Page Background

5

Fjólubláu orðin:

Í bókinni er víða að finna

fjólublá orð

.

Ef þú

skilur ekki orðin er tilvalið að spyrja kennarann

eða fletta upp í orðabók, hvort sem hún er prentuð

eða rafræn. Þessi orð voru sett í bókina sérstaklega

fyrir þá sem keppast við að auka orðaforða sinn.

Grínhildur gantast:

Sælar elskurnar mínar!

Óttalegt orðskrúð er þetta hjá karlanganum. Ætli hann sé

farinn að yrkja og stefni í að verða skáld nú á gamals aldri?

Tja, við skulum ekki velta okkur upp úr því og eyða tíma í að

tala um hann. Tölum frekar um mig.

Bestu þakkir, elsku trippin mín, fyrir öll fallegu bréfin, kveðj-

urnar og konfektið sem þið hafið sent útgefanda mínum.

Mikið var ég glöð að heyra hvað þið hrifust af mér í fyrri

bók, svona þrátt fyrir að ég hefði átt að eiga töluvert meira

rými í henni. Ég mun dinglast með ykkur við lesturinn og sjá

til þess að hann Málfróður okkar drekki ykkur ekki í form-

legheitum og leiðindum. Hann er jú ágætis karl en stundum

er gott að hægja aðeins á honum. Og ef við virðumst vera að

bruna framhjá gríni og glensi þá mun ég klossbremsa og

nauðhemla til að við missum ekki af góðu gamni. En nú setj-

um við í fyrsta gír og brunum af stað. Af stað! Túlílú!