Línan 7 - page 12

12
LÍNAN 7 Neysla
Gunnar gerir birgðakönnun á lagernum.
Hveitið er keypt í 50 kílóa sekkjum. Það eru til níu sekkir og einn
átekinn. Sá vegur 32 kíló. Hve mikið hveiti er til?
Gunnar notar um það bil 200 kíló á dag. Hve lengi endist hveitið?
Hve mikið þarf hann að panta ef hann vill eiga tveggja vikna birgðir?
Rúsínubrauð eru vinsæl í bakaríinu. Virka daga seljast oft um
70 rúsínubrauð og á sunnudögum fer sala oft í 200 brauð. Í tíu
brauð fer einn pakki af rúsínum. Hve marga pakka þarf á viku?
Gunnar á kassa með 250 pökkum af rúsínum.
Hve mikið skyldi hann eiga eftir viku?
En eftir þrjár vikur?
Gunnar bakari
Í ísskápnum eru sex pakkar
af eggjum. Í hverjum pakka
eru 72 egg. Hve mörg egg
eru til?
Gunnar þarf að nota 256 egg
í dag og 230 egg á morgun.
Þarf hann að kaupa fleiri egg?
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...24
Powered by FlippingBook