Línan 7 - page 6

6
Í tjörn við Dverghamra lifir fjöldi skrímsla. Hetjurnar Slokri og Ketilríður
hafa veitt 24 skrímsli. Slokri hefur náð fjórum fleirum en Ketilríður. Hve
mörgum hefur hvort þeirra náð?
Slokri ákvað að búa til skrímslasúpu. Í hverja uppskrift þarf tvö
skrímsli. Hve oft getur hann búið til skrímslasúpu?
Skrímslin hafa stórar klær á fótunum. Slokri
ákveður að búa til hálsfestar úr klónum. Hann
notar fimm klær í hverja hálsfesti. Hve margar
hálsfestar getur hann búið til?
Búi, Dýrlaug og Fjölnir tóku að sér að girða í kringum tjörnina svo
skrímslin komist ekki inn í Dverghamra. Girðingin var 80 metra löng.
Þau fengu greitt í kartöflupokum og fengu einn poka
fyrir hverja fjóra metra. Hve marga poka fengu þau?
Hve mikið fékk hvert þeirra ef þau skiptu pokunum
jafnt á milli sín?
Í heimi dverga og álfa
LÍNAN 7 Lota 1
Ketilríður ákvað að búa til
töskur úr skrímslaskinni. Í
hverja tösku þarf skinn af
fjórum skrímslum. Hve margar
töskur getur hún búið til?
Hve margar töskur er hægt að
búa til í viðbót ef hún fær skinnin
hjá Slokra líka?
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...24
Powered by FlippingBook