21
Spil fyrir 2–4 þátttakendur.
Nota þarf spilaborð, spilapeninga og tening.
Þátttakendur skiptast á að kasta og færa spilapening sinn. Stig eru
reiknuð þannig að það sem kemur upp á teningnum er notað til að
reikna með á reitnum sem lent er á.
Dæmi:
Andri fær 4 og lendir á reit sem á stendur
tvöfaldur tugur.
Þá fær hann 4
•
20 eða 80 stig.
Birna fær 6 og lendir á reit sem á stendur
tugur + eining. Þá fær hún 60 + 6 eða 66 stig.
Dröfn fær 5 og lendir á reit sem á stendur
tugur og þá fær hún 50 stig. Spilinu lýkur
þegar allir eru komnir í mark.
Tugir eða einingar
LÍNAN 7 Lota 2