connect_klb_cele - page 18

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
18
Um höfundana
Björg Jónsdóttir
Björg hefur starfað sem kennari frá því hún útskrifaðist úr KHÍ 2002 en hún bætti við sig MA í uppeldis
og menntunarfræðum árið 2012. Sem umsjónarkennari og seinna fagreinakennari hefur hún alltaf kennt
ensku á öllum stigum grunnskólans. Undanfarin átta ár hefur hún nær eingöngu kennt ensku á miðstigi
og yngsta stigi og veitt umsjónarkennurum sem kenna ensku faglega leiðsögn. Hún sat í stjórn Félags
enskukennara á Íslandi frá 2003–2008 og gegndi þar ýmsum hlutverkum. Undanfarin ár hefur Björg haldið
fyrirlestra og kynningar á enskukennslu fyrir kennara og kennaranema auk þess að semja námsefni fyrir
Námsgagnastofnum. Fyrsta enskubók hennar er
Action
fyrir miðstig sem hún samdi í félagi við Erlu Björk
Pálsdóttur.
Elizabeth Nunberg
Elizabeth hóf enskukennslu á leikskólanum Hjalla árið 2003. Síðan þá hefur hún kennt við bæði leikskóla
og grunnskóla Hjallastefnunnar og kennt börnum á aldrinum tveggja til níu ára. Þar að auki hefur hún
haldið utan um enskudeildina í skólum Hjallastefnunnar og veitt enskukennurum faglega ráðgjöf. Eliza-
beth hefur BA gráðu í fjölmiðla- og samskiptafræðum frá University of Minnesota. Hún er mjög virk í
samfélagi enskumælandi á Íslandi og sat í stjórn Félags enskukennara á Íslandi frá 2007 til 2011. Einnig er
hún í stjórn The English Speaking Union og meðstofnandi Alþjóðaskólans á Íslandi.
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 18
Powered by FlippingBook