connect_klb_cele - page 8

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
8
Label objects
Þú þarft:
Orðaspjöld, lím, kassa eða umslag.
Lýsing:
Settu öll orðaspjöldin í kassa eða umslag. Nemendur draga sér spjöld og merkja hluti með því að
líma orðin á réttan stað. Þetta má gera þegar hlutum hefur verið safnað saman t.d. eftir útiveru þar sem
teknir voru hlutir með heim, sbr. fjöruferð.
Mime it!
Þú þarft:
Myndaspjöld, kassa eða umlag.
Lýsing:
Settu öll spjöldin í kassa eða umslag og láttu nemendur draga spjald. Nemandinn leikur svo orðið
og samnemendur giska á rétt orð. Sá sem er fyrstur til að giska rétt fær spjaldið og sá sem er með flest
spjöld í lokin vinnur leikinn.
Pick a synonym or antonym
Þú þarft:
Orðaspjöld.
Lýsing:
Settu öll orðaspjöldin í kassa eða umslag. Nemendur draga svo eitt spjald og reyna að finna sam-
heiti eða andheiti á ensku.
True or false?
Þú þarft:
Orðalista.
Lýsing:
Settu orðalistann þar sem allir geta séð hann og fáðu nemendur til að sitja í hring. Fyrsti nem-
andi byrjar að mynda setningu með einni sögninni af blaðinu en notar nafnorð með t.d.
A horse can run.
Næsti nemandi svarar með því að bæta við setninguna t.d. A horse can run but he can never sing. Þriðji
nemandinn svarar hvort setningin sé sönn (true) eða ósönn (false).
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,...18
Powered by FlippingBook