connect_klb_cele - page 9

C
O
N
N
E C
T
– Kennsluleiðbeiningar –
Námsgagnastofnun 2015 – 9069
9
Celebrations
Í heftinu
Celebrations
er fjallað um hátíðir, bæði íslenskar og erlendar.
Orðaforði tengdur samfélaginu, nærsamfélagi og fjölskyldunni kemur
einnig við sögu. Reynt er að tengja við orðaforða og þekkingu sem
nemendur hafa fyrir og byggja ofan á þann grunn. Textinn miðast við
Norður-Amerískt málsvæði.
Efnið má auðveldlega samþætta við aðrar námsgreinar og hægt er að
kenna heftið í heild eða valdar opnur þegar það hentar. Eins og í öðr-
um heftum með
Connect
má útbúa söguramma fyrir allt heftið eða
hverja opnu fyrir sig.
Til viðbótar við það efni sem fylgir heftinu má útbúa heimatilbúnar
bækur um efnið. Til að mynda um jólin, íslenskar og erlendar hátíðir.
Inn í slíka vinnu mætti flétta ritun og láta nemendur teikna, útbúa
klippimyndir eða annað sem þeim kann að detta í hug. Slíkar bækur geta verið bæði á íslensku og ensku,
allt eftir getu hvers og eins.
Kennsluleiðbeiningarnar byggjast upp á þremur þáttum. Í fyrsta lagi er bent á áherslur opnunnar og þann
orðaforða sem kennari ætti að vinna með. Í öðru lagi eru gefnar hugmyndir að verkefnum, föndri eða
öðru til að auka enn við efnið. Loks er tilgreint efni til útprentunar sem nýta má með hverri opnu eða
bókinni í heild. Ekki er gert ráð fyrir því að allar hugmyndir og efni til útprentunar sé nýtt heldur miklu
fremur að kennari velji það sem hentar kennslunni hverju sinni, eða nýti eigin hugmyndir við úrvinnslu
mynda og texta heftisins.
C
O
N
N
EC
T
Námsgagnastofnun
8774
Heftið
Celebrations
er í flokki þemahefta sem tilheyra
enskuefninu
Connect
.Efniðer fyrirnemenduráyngstastigi
grunnskóla.Stuttum texta og ríkulegumyndefni erætlað
að stuðlaað fjölbreyttriúrvinnsluágrundvelliþemanáms.
Kennsluleiðbeiningarerugefnarútávef
Námsgagnastofnunar,www.nams.is.
Önnurhefti í sama flokkieru
AtlanticOcean
og
Seasons
.
HöfundareruBjörgJónsdóttirog
ElizabethJoannNunberg
Celebrations
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18
Powered by FlippingBook