Hollywood - leiðbeiningar
Nemendum er ætlað að vinna verkefni úr sex efnisþáttum námsefnisins. Beita má fjölbreyttum vinnubrögðum og nota texta, myndir, grafík, hljóð og myndbönd. Skilgreining efnisþáttanna á þannig að vera opin.
Meginviðfangsefnið er „leitin að ameríska draumnum“, og í lokin eiga nemendur að lýsa viðhorfum sínum til „ameríska draumsins“.
Efnið er allt tengt Hollywood en áhersla er lögð á „Kvikmyndir“ og „Tölvuleiki“ - tvær greinar hins alþjóðlega skemmtanaiðnaðar.
1. Meginviðfangsefni og markmið Leitin að „ameríska draumnum“ - markmið námsefnisins um Hollywood |
2. Kynning Stuttar greinar sem kynna nemendum efnisþættina. |
3. Verkefnislýsingar 15 stuttar verkefnislýsingar - í þær geta nemendur sótt leiðbeiningar við úrvinnslu verkefnanna. |
4. Verkefni
Í hverju verkefni er nákvæm verklýsing fyrir nemendur. |
5. Krækjur Tvö krækjusöfn - Kvikmyndir og tölvuleikir - þar sem nemendum gefst kostur á að leita heimilda og safna efni. |
Góður aðgangur að netinu er mikilvægur af því nemendur eiga fyrst og fremst að sækja upplýsingar og safna efni á netinu.
Góða skemmtun ...
Ritstjórn: Anne Grethe Andersson, Christian Wang
Höfundar: Anne Grethe Andersson, Lars Onslev, Per Sloth Møller
Ísl. ritstjórar: Hildigunnur Halldórsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir
Þýðandi: Svanhildur Kaaber