Mannlýsing

Mannlýsing er eiginlega svar við spurningunni „Hvernig er hann/hún í raun og veru?“ Með því er gefið í skyn að ekki sé átt við útlit þess sem í hlut á heldur eðli og eiginleika hans.
Mannlýsingin getur hafist með frétt sem tengist viðkomandi einstaklingi. Síðan er lýsingin á persónu hans/hennar fléttuð inn í frásögnina.

Verkefni

Eftir Anne Grethe Andersson

Mannlýsing

[Kynning]
Mannlýsing er eiginlega svar við spurningunni „Hvernig er hann/hún í raun og veru?“ Með því er gefið í skyn að ekki sé átt við útlit þess sem í hlut á heldur eðli og eiginleika hans.
Mannlýsingin getur hafist með frétt sem tengist viðkomandi einstaklingi. Síðan er lýsingin á persónu hans/hennar fléttuð inn í frásögnina.

[Dæmi]
Finndu dæmi um mannlýsingar í dagblöðum, tímaritum, bókum eða sjónvarpinu.
Skráðu hjá þér minnisatriði:

Hvaða mannlýsingar hefur þú lesið? Hvar birtist lýsingin? Hver hefur skrifað hana?
Hvert er viðhorf höfundarins til þess sem verið er að lýsa?

Berðu saman margar mannlýsingar:
Hvaða atriði voru sameiginleg öllum mannlýsingunum?
Hvaða atriði voru mismunandi?


Reyndu að finna margar lýsingar á sama manni.
Hvað er sameiginlegt með þessum mannlýsingum?
Hvað er ólíkt?
Hvaða viðhorf mannsins sem fjallað er um koma fram í mannlýsingunni?

[Efni og uppbygging]
Í mannlýsingu er leitast við að svara spurningunni: „Hvernig er hann/hún í raun og veru?“
Reynt er að lýsa eiginleikum og persónuleika þess sem um er fjallað.
Kveikjan að mannlýsingunni getur verið atburður sem tengist viðkomandi einstaklingi.


Persónuleika má lýsa á ýmsan hátt:
- með því að segja frá smáatriðum sem gera lýsinguna lifandi
- með markvissri notkun lýsingarorða
- með því að lýsa ytra atgervi á áhrifamikinn hátt og gefa þannig innri eiginleika til kynna. En hér þarf að fara varlega. Þetta er vandasamt, og það er auðvelt að falla í þá gryfju að lýsa aðeins ytra útliti.

Þú getur stuðst við þennan lista og skrifað hjá þér minnisatriði fyrir mannlýsinguna eða þú getur skrifað beint inn í ritvinnsluforritið. Þá getur þú haft tvo glugga á skjánum þegar þú ferð að vinna verkið og afritað beint það sem þú hefur skrifað.

[Mannlýsingin þín]
Hér eru hugmyndir um hvernig þú getur byrjað að skrifa mannlýsingu:
Veldu einhvern sem þig langar til að lýsa.

Hugmynda- og upplýsingaöflun:
- Safnaðu efni um þann sem þú ætlar að lýsa með því að skoða dagblöð, tímarit, bækur og kvikmyndir.
- Flokkaðu efnið í samræmi við það markmið að lýsa viðkomandi eins og hann/hún er í raun og veru.
- Skráðu athugasemdir.
- Veldu frétt eða atburð sem getur orðið upphaf mannlýsingarinnar þinnar.
- Skrifaðu uppkast.
- Skrifaðu textann inn í ritvinnsluforrit.

[Gagnrýni]
Nú skaltu lesa vandlega yfir það sem þú hefur skrifað, eða fá einhvern annan til að gagnrýna skrif þín:

- Lestu mannlýsinguna upphátt - eða láttu gagnrýnandann lesa hana.

- Nú þarft þú (eða gagnrýnandinn) að koma með athugasemdir við textann:

- Hvaða tilfinningu færðu fyrir þeim sem lýst er? Er það sú tilfinning sem þú vildir túlka?
- Hvar hefur tekist sérstaklega vel að lýsa eiginleikum viðkomandi einstaklings?
- Hvaða aðferðum var beitt?
- Hvar er lýsingin „yfirborðsleg“ og fjallar eingöngu um ytra útlit?
- Hvernig getur þú breytt því?

Sjáðu til þess að allar athugasemdir séu skráðar svo þú hafir þær við hendina við lokagerð textans.

[Frágangur]
Gakktu frá textanum og taktu tillit til þeirra athugasemda sem þér þykja réttmætar og nauðsynlegar.

Auk þess sem hér hefur verið nefnt þarftu að sjá til þess að allra formsatriða sé gætt. Hafðu eftirfarandi í huga:

- að efnisröðun sé eðlileg
- að stafsetning sé rétt (þú getur notað villuleitarforrit - en mundu að það er ekki óbrigðult)
- að greinarmerki séu á réttum stöðum
- að uppsetning sé snyrtileg

[Birting]
Hvernig ætlar þú að birta mannlýsinguna þína:
- Ætlar þú eingöngu að nota ritað mál - eða ætlar þú að hafa myndir?
- Á mannlýsingin að henta sem grein í dagblað eða tímarit - og þá hvaða?
- Á að birta mannlýsinguna á heimasíðu skólans?
- Veldu einhverja þessara aðferða eða finndu upp á öðrum.

[Draumsýnin]
Hvert er verðmætamat og lífsviðhorf þess sem þú varst að lýsa?
Hvernig fellur það að „ameríska draumnum“?
Hvernig kemur það fram?
Samræmist það þínu eigin verðmætamati og lífsviðhorfum? Hvernig?