Í leit að „ameríska draumnum“
Kynning og markmið námsefnisins
Hvað er eiginlega átt við með hugtakinu „ameríski draumurinn“? Hugtakið fær mismunandi merkingu eftir því hver spurður er, en sameiginlegur skilningur flestra er að í hugtakinu felist draumurinn um frelsi og ótakmarkaða möguleika.
Ungur Norðmaður, uppalinn í Bandaríkjunum, lýsir skilningi sínum þannig:
„Draumurinn um Ameríku táknaði frelsi, jafnrétti og ótakmarkaða möguleika;
Hollywood og Juicy Fruit tyggigúmmí, hvítar tennur og Tom frænda, Rock'n'Roll og Frank
Sinatra. Draumurinn snýst enn um frelsi og jafnrétti en margt annað hefur breyst. Í mínum
draumi er jafnt um að ræða Ray-Ban sólgleraugu og Hollywood-kvikmyndir eins og Grand Canyon
og Central Park.“
Áður fyrr var „ameríski draumurinn“ m.a. nátengdur þeim væntingum sem vesturfarar frá Íslandi - og allri Evrópu - höfðu um lífið í Ameríku. Nú er draumurinn fremur tengdur þeirri ímynd sem skemmtanaiðnaður heimsins hefur skapað og þar er Hollywood áhrifamest - bæði við framleiðslu kvikmynda og tölvuleikja.
Í verkefnunum um Hollywood í námsefninu Umhverfis jörðina áttu að fást við þá ímynd sem kvikmyndir og tölvuleikjaframleiðendur hafa skapað um „ameríska drauminn“.
Þú átt að reyna að nálgast þessa þætti og gera grein fyrir þínum viðhorfum - sbr. markmiðssetninguna hér fyrir neðan...
Upplýsingar og krækjur í kaflanum „Hollywood“ opna leiðir til að vinna að markmiðunum:
1. Á grundvelli þess sem þið lærið um kvikmynda- og tölvuleikjaiðnaðinn eigið þið að reyna að skilja eðli „ameríska draumsins“ og lýsa viðhorfi ykkar til hans!
2. Síðan eigið þið að setja persónulegt viðhorf ykkar í stærra samhengi og ræða eftirfarandi atriði:
„Ameríski draumurinn“ tengist m.a. þeim hugmyndum sem margir Íslendingar gerðu sér um lífið þar á síðari hluta 19. aldar. Frá því um 1860 var bylgja fólksflutninga frá Evrópu til Ameríku, og margir Íslendingar fluttu einnig búferlum til draumalandsins Ameríku, þó flestir íslensku vesturfaranna hafi farið til Kanada.
Hvers vegna vildi fólkið flytja? Og hvers vegna til Ameríku?
Á þessum árum voru lífsskilyrði hér erfið og fátækt fólk, bæði úr sveitum og þorpum, taldi að leiðin til betra lífs væri að flytja úr landi.
Árið 1865 var borgarastríðinu í Ameríku nýlokið og stjórnin í Washington hafði einsett sér að vinna upp fjárhagslegt tjón sem stríðið hafði haft í för með sér og fjölga fólki, því margir höfðu fallið í valinn í stríðinu. Fólk frá Evrópu var laðað m.a. til stóru eyðimerkurhéraðanna þar sem verið var að byggja járnbrautir.
Í þessum héruðum fengu allir fullorðnir karlmenn 118 hektara landsvæði án endurgjalds eftir 5 ára búsetu og að fengnum ríkisborgararétti. Þetta var samkvæmt lögum sem sett voru 1862.
Þetta hljómaði eins og dásamlegur draumur í eyrum fátækra verkamanna og bænda sem varla áttu til hnífs og skeiðar en þræluðu fyrir aðra. Þvílík ofgnótt. Annarra þræll í dag - sjálfs sín herra á morgun. Frelsi og tækifæri virtust framundan.
Á þessum lista frá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn finnur þú netföng og lista yfir lesefni um „ameríska drauminn“.
http://www.natmus.dk/
„Ameríski draumurinn“ á netinu
Hér er dæmi frá Íslandi um „ameríska drauminn“.
http://www.ruv.is/vesturfarar/
Vefur um vesturfarana. Íslandssöguvefur Ruv.
http://www.hofsos.is/vestur/
Vesturfarasetrið á Hofsósi.
http://www.vestur.is/english/index.html
Síða á ensku um vesturfarana.
Bækur á íslensku um vesturfara:
Bergsteinn Jónsson.1980. Staðnæmst í
Rauðárdal : ágrip af dagbókum Jóns Jónssonar frá Mjóafirði.
Vestur Íslendingar. Saga;18:49-76.
Böðvar Guðmundsson. 1995, 1996, 1999. Híbýli vindanna.
Mál og menning. Reykjavík.
Böðvar Guðmundsson. 1997, 1998. Lífsins tré. Mál og menning. Reykjavík.
Finnur Sigmundsson. 1975. Vesturfarar skrifa heim 1 : frá íslenskum
mormónum í Utah. Setberg. Reykjavík.
Guðjón Arngrímsson. 1998. Annað Ísland : gullöld
Vestur-Íslendinga í máli og myndum. Mál og menning.
Reykjavík.
Guðjón Arngrímsson. 1998. Nýja Ísland : örlagasaga
vesturfaranna í máli og myndum. Mál og menning. Reykjavík.
Helgi Skúli Kjartansson. 1995. Vesturfarar.
Námsgagnastofnun. Reykjavík
Í vesturvíking. 1999. Myndbönd.
Bergvík. Reykjavík / Námsgagnastofnun. Reykjavík
Katrín Kristinsdóttir. 1999. „Þín frænka Lóa“
: vesturfarabréf frá miðri tuttugustu öld. Ný saga.11:74-83.
Salverson, Laura Goodman. 1994. Játningar landnemadóttur. Ormstunga. Seltjarnarnesi.
Þorkell Jóhannesson. 1966. Rögnvaldur Pétursson. Vestur
Íslendingar. Lýðir og landshagir;2:292-7.
Þóra Marta Stefánsdóttir. 1949. Lóa litla landnemi
: barnasaga frá Nýja-Íslandi. Helgafell. Reykjavík