Gagnrýni um kvikmyndir

Þegar þú skrifar gagnrýni áttu að meta kvikmynd, tölvuleik, tónleika, leiksýningu, bók, listaverk eða annað álíka. Þú skrifar lýsingu sem gefur þeim sem les eða horfir tækifæri til að meta efni, inntak, viðhorf eða tilgang - og einnig verð og tæknilegar kröfur ef um er að ræða tölvuforrit.

Verkefni

Eftir Anne Grethe Andersson

Kvikmyndagagnrýni

[Kynning]
Þegar þú skrifar gagnrýni áttu að meta kvikmynd, tölvuleik, tónleika, leiksýningu, bók, listaverk eða annað álíka. Þú skrifar lýsingu sem gefur þeim sem les eða horfir tækifæri til að meta efni, inntak, viðhorf eða tilgang - og einnig verð og tæknilegar kröfur ef um er að ræða tölvuforrit.

[Dæmi]
Finndu gagnrýni um (bandarískar) kvikmyndir í blöðum eða öðrum fjölmiðlum.
Hér eru dæmi um kvikmyndagagnrýni úr kvikmyndatímaritinu Scope á netinu:

http://www.scope.dk/film/desperado/anmeldelser.html

http://www.scope.dk/film/fuckingaamaal/anmeldelser.html

http://www.scope.dk/film/payback/anmeldelser.html

Rifjaðu upp:
- hvaða kvikmyndagagnrýni hefur þú lesið eða séð?
- hvar birtist gagnrýnin?
- hvað er lögð áhersla á í gagnrýninni?
Þú getur ef til vill borið saman gagnrýni nokkurra einstaklinga þar sem fjallað er um sömu kvikmyndina.

[Efni og uppbygging]
Í kvikmyndagagnrýni þarf að koma fram:
- upplýsingar t.d. um titil myndarinnar, leikstjóra, leikara, framleiðanda, lengd o.fl.
- stutt frásögn um efni myndarinnar,
- lýsing á helstu efnisþáttum og tilefni myndarinnar,
- mat á frásögninni sem í myndinni felst,
- mat á myndvinnslu og hljóðgæðum,
- mat á frammistöðu leikara,
- annað sem þér þykir skipta máli.


Þú getur stuðst við þennan lista og skrifað hjá þér minnisatriði fyrir gagnrýnina eða þú getur skrifað beint inn í ritvinnsluforritið. Þá getur þú haft tvo glugga á skjánum þegar þú ferð að vinna verkið og afritað beint það sem þú hefur skrifað.

[Umfjöllun þín]
Hér eru hugmyndir um hvernig þú getur byrjað að skrifa þegar þú hefur ákveðið að fjalla um tiltekna kvikmynd.

Hafðu hliðsjón af kaflanum [Efni og uppbygging]. Skoðaðu myndina og veltu fyrir þér viðhorfum sem þar koma fram. .
Hver er gagnrýnandinn:
- Þú sjálf/ur?
- Kvikmyndagagnrýnandi við dagblað? Hvaða dagblað?
- Kvikmyndagagnrýnandi við sjónvarpsstöð?

[Hugmynda- og upplýsingaöflun]
Skoðaðu myndina, e.t.v. með einhverjum öðrum, svo að þið getið rætt hana og áhrif hennar. Það er oft auðveldara að skrifa eftir að hafa rætt efnið við aðra.
- Skrifaðu minnisatriði um gagnrýni þína.
- Flokkaðu minnisatriðin og taktu ákvörðun um röð þeirra.
- Skrifaðu uppkast að gagnrýninni.
Skrifaðu gagnrýni þína í ritvinnsluforriti.

[Yfirlestur]
Þú getur sjálf/ur lesið yfir gagnrýnina þína eða fengið einhvern til að gera það:
- Lestu gagnrýnina upphátt fyrir sjálfa/n þig eða einhvern annan - eða láttu einhvern annan lesa.
- Nú átt þú, eða sá sem aðstoðar þig, að gera markvissar athugasemdir við textann:
- Eru hugmyndir þínar með gagnrýninni ljósar og skýrar? Hver eru aðalatriðin sem þú vilt að komi fram?
- Hvað er sérstaklega gott - bæði með tilliti til efnistaka og málfars?
- Er eitthvað óljóst - erfitt að skilja? Hvað?
- Hefur þú breytingartillögur? Hverjar?
- Hefur þú tillögu um góðan og lýsandi titil á gagnrýnina þína? Hvaða titil?


Það er mikilvægt að skrá athugasemdirnar svo þú hafir þær við hendina þegar lokið er við að ganga frá textanum.
Nú skaltu ákveða hvaða athugasemdir eru réttmætar og skipta máli. Síðan skaltu lagfæra bæði efnistök og málfar.
Mundu eftir titlinum.

[Birting]
Hvernig ætlar þú að birta gagnrýni þína?
- Á aðeins að vera texti eða ætlar þú að nota myndir?
- Á umfjöllunin að vera eins og kvikmyndagagnrýni í dagblaði? Hvaða dagblaði?
- Eða eins og sjónvarps- (myndbands-) gagnrýni, þar sem ef til vill má sýna búta úr myndinni?
- Á umfjöllunin að birtast á heimasíðu skólans?
- Veldu einhverja þessara aðferða eða finndu upp á öðrum.

[Tilbrigði]
Þótt verkefnið „kvikmyndagagnrýni“ feli jafnan í sér sömu efnisatriði og formið sé nokkuð ákveðið er hægt að búa til ýmis tilbrigði ef það hentar.
Nú skaltu athuga:
- Hefur þú sleppt einhverju sem lýst var í fyrirmælunum? Hverju?
- Hefur þú bætt einhverju við? Hverju?
- Hvaða áhrif hafði það á gagnrýni þína?

Nú skaltu meta skrif þín og rökstyðja af hverju þú skrifaðir eins og þú gerðir. Þú getur e.t.v. notað það sem fram kemur hér fyrir framan sem hluta af rökstuðningi þínum.

[Samanburður]
Ef fleiri en einn hafa skrifað gagnrýni um sömu kvikmyndina - eða ef þú finnur gagnrýni um „þína“ kvikmynd, getur þú reynt að bera saman, þ.e. finna þá þætti sem eru líkir - og hina sem eru ólíkir. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga við samanburðinn.
- Hver eru helstu áhersluatriði hjá hverjum gagnrýnanda - þ.e.a.s. hver eru aðalatriðin sem hann hefur ætlað að koma á framfæri?
- Hvað einkennir málfarið og hvaða áhrif hefur það? (Sérstök orð og setningar, slangur, ljóðrænt orðalag o.s.frv.)
- Hvernig hafa gagnrýnendurnir metið einstaka þætti (t.d. frásögn myndarinnar, áhrif hennar og frammistöðu leikaranna)?
- Hvert er heildarmat gagnrýnenda á myndinni - að þínu mati meðtöldu?
- Hve margar stjörnur, hatta eða þess háttar mundi kvikmyndin fá hjá ykkur gagnrýnendum?
- Af hverju heldur þú að mat gagnrýnenda á myndinni sé mismunandi?

[Draumurinn]
Hvaða vísbendingar gefur kvikmyndin um „ameríska drauminn“?
Hvaða verðmætamat og gildi koma fram í myndinni?
Fjallaðirðu um það í gagnrýninni þinni? - Hafir þú gert það, hvernig heldurðu að til hafi tekist?