Fréttapistill

Í fréttapistli er greint frá fréttnæmu efni. Venjulega byggir fréttapistill á reynslu fréttaritara eða annarra og upplýsingum sem fréttaritarinn hefur aflað sér.

Í fréttapistli reynir fréttaritarinn að einbeita sér að efninu.

Fréttapistlar geta verið af ýmsu tagi. Þeir geta verið:

  • frásagnir af alvarlegum atburðum (t.d. af náttúruhamförum, slysum, björgunaraðgerðum...)
  • almennar fréttir (t.d. um verðlaunaafhendingu, kvikmyndaupptöku, íþróttamót...)
  • fréttir af fólki (og þá gjarna lýst umhverfi einhvers og venjum eða rætt við vini og kunningja)
  • heimildapistill um atburði (þar sem t.d. er lýst undirbúningi að gerð nýrrar kvikmyndar/tölvuleiks)

Verkefni

Eftir Anne Grethe Andersson

Fréttapistill

[Kynning]
Í fréttapistli er greint frá fréttnæmu efni. Venjulega byggir fréttapistill á reynslu fréttaritara eða annarra og upplýsingum sem fréttaritarinn hefur aflað sér.

Í fréttapistli reynir fréttaritarinn að einbeita sér að efninu.

Fréttapistlar geta verið af ýmsu tagi. Þeir geta verið:

  • Frásagnir af alvarlegum atburðum (t.d. af náttúruhamförum, slysum, björgunaraðgerðum...).
  • Almennar fréttir (t.d. um verðlaunaafhendingu, kvikmyndaupptöku, íþróttamót...).
  • Fréttir af fólki (og þá gjarna lýst umhverfi einhvers og venjum eða rætt við vini og kunningja).
  • Heimildapistill um atburði (þar sem t.d. er lýst undirbúningi að gerð nýrrar kvikmyndar/tölvuleiks).


[Dæmi]
Finndu dæmi um fréttapistla í dagblöðum, sjónvarpi eða á netinu.

Athugaðu t.d.:
Hvaðan er pistillinn?
Hver er fréttaritarinn?
Hvers konar pistill er þetta? (Almenn frétt, heimildapistill, frétt um fólk…).
Er fréttaritarinn hlutlaus eða blandar hann saman upplýsingum og eigin skoðunum. Komdu með dæmi!
Hvernig er pistillinn byggður upp? Er gefið ágrip af efni hans í upphafi eða rekur einn atburður annan í frásögninni? Komdu með dæmi!

Þessa athugun getur þú notað sem hugmyndabanka þegar þú býrð til fréttapistil.


[Efni og uppbygging]
Fréttapistill á að greina frá frétt eða atburði.
Þar á að segja frá raunverulegum atburðum eða lýsa raunverulegri persónu.
Fréttaritarinn hefur sjálfur verið á staðnum, hann hefur verið „okkar maður á ...“ Þannig byggist pistillinn á reynslu fréttaritarans sjálfs og annarra.
Fréttaritarinn aflar sér heimilda með því að rannsaka málið.

Fréttaritarinn reynir að segja hlutlaust frá.
Hefðbundinn fréttapistill er byggður þannig upp að sagt er fyrst frá mikilvægustu atriðunum.
Spurningarnar sem hafa þarf í huga eru: Hver? Hvað? Hvar? Hvenær? Hvernig? Af hverju?

Þú getur ef til vill leitað upplýsinga á bókasafninu um hvernig á að skrifa fréttir. Til eru ýmsar bækur um slíkt bæði á íslensku og erlendum málum.

[Fréttapistillinn þinn]
Hugmynda- og gagnaöflun:
- Hvaða málefni/atburði ætlar þú að segja frá í þínum fréttapistli?

- Hvers konar pistil ætlar þú að skrifa (almenna frétt, heimildapistil ...)
- Hvaða sjónarhorn ætlar þú að hafa? Hvað finnst þér mikilvægt að komi fram? - Hvaða upplýsingar þarftu að hafa? (hver, hvað, hvenær, hvernig af hverju?)
- Hvar getur þú fundið þessar heimildir?

Hvaða miðil ætlar þú að nota?
- Dagblað (Hvaða?)
- Sjónvarp (Hvaða stöð?)
- Heimasíðu?

Hvernig ætlar þú að raða efninu niður?
Hvernig getur þú best náð fram þínu sjónarhorni: Með því að greina fyrst frá efninu í heild eða með því að láta efnisatriðin koma fram eitt af öðru.

Byrjaðu að vinna úr efninu með tilliti til þess miðils sem þú hefur valið.

[Gagnrýni]
Finndu þér einn eða fleiri félaga til að ræða eftirfarandi atriði:
- Skipulag og uppröðun efnisins. Hentar það fréttinni?
- Eru skrif þín málefnaleg eða koma fram persónulegar staðhæfingar?

- Kemur greinilega fram það sem þú telur skipta máli í fréttinni? Á hvaða hátt?
- Er fyrirsögnin stutt og markviss?

Skrifaðu hjá þér athugasemdir og tillögur um breytingar sem þú síðan tekur afstöðu til við lokafrágang.


[Birting]
Hvernig ætlar þú að koma fréttapistlinum þínum á framfæri?
Ætlar þú að lesa hann upp fyrir allan bekkinn?
Er hann ætlaður afmörkuðum hópi sem síðan á að ræða efni hans?
Eða ….?

Á að vera útdráttur úr fréttinni til að auglýsa hana?

[Draumsýnin]
Lýsir fréttapistillinn þinn einhverju sem tengist „ameríska draumnum“? Ef svo er - hvernig?