Ritgerð

Ritgerð er stutt, huglæg umfjöllun um ákveðið efni. Ritgerðum má skipta í persónulegar ritgerðir og rökfærsluritgerðir.

Aðaláhersla er þannig annað hvort lögð á reynslu þess sem skrifar og persónulegt mat hans á efninu eða rökstuðning fyrir ákveðnu sjónarmiði.

Einkenni ritgerða er að þær beinast að lesandanum. Ritgerð minnir á trúnaðarsamtal við góðan vin og oft er málfar ekki hátíðlegt.

Ritgerð getur tekið undir sjónarmið annarra, lýst einhverju eða sagt frá einhverju.

Margar ritgerðir hafa fyrst birst sem blaðagreinar.

Verkefni

Eftir Anne Grethe Andersson

Ritgerð

[Kynning]
Ritgerð er stutt, huglæg umfjöllun um ákveðið efni. Ritgerðum má skipta í persónulegar ritgerðir og rökfærsluritgerðir.

Aðaláhersla er þannig annað hvort lögð á reynslu þess sem skrifar og persónulegt mat hans á efninu eða rökstuðning fyrir ákveðnu sjónarmiði.

Einkenni ritgerða er að þær beinast að lesandanum. Ritgerð minnir á trúnaðarsamtal við góðan vin og oft er málfar ekki hátíðlegt.

Ritgerð getur tekið undir sjónarmið annarra, lýst einhverju eða sagt frá einhverju.

Margar ritgerðir hafa fyrst birst sem blaðagreinar.

[Dæmi]
Lestu nokkrar ritgerðir, t.d. í formi blaðagreina.

Skoðaðu og taktu eftir:
- Hvaða efni er til umfjöllunar?
- Hver skrifar? Hvar birtist ritgerðin? Hver er höfundurinn?
- Hvert er persónulegt mat höfundar á efninu eða afstaða hans til þess?

- Hvernig rökstyður höfundur viðhorf sitt?
- Hvað finnst þér um málfarið?
Er það t.d. hátíðlegt, ópersónulegt, er ritgerðin eins og spjall, er hún ljóðræn ... Finndu ákveðin dæmi um málnotkunina.

Hafðu þessi dæmi/minnisatriði til hliðsjónar þegar þú hugleiðir þitt efni og framsetningu þess.

[Undirbúningur]
Í ritgerðinni á að koma fram persónuleg afstaða þín til efnisins. Þess vegna skaltu velja efni sem þú hefur áhuga á.

Um hvað ætlar þú að skrifa?
Láttu hugann reika, skráðu hugmyndir og afmarkaðu val þitt á efni.

Þú getur ákveðið að taka undir eitthvert sjónarmið, lýsa einhverju eða segja frá því - eða sameinað þessa þætti.

Hugleiddu þess vegna:
- hvaða rökstuðningi þú ætlar að beita
- hvaða þætti efnisins þú ætlar að leggja áherslu á
- hvernig þú ætlar að haga frásögn þinni.

Þú getur skráð minnisatriði þín beint inn í ritvinnsluforrit.

[Yfirlestur]
Skrifaðu uppkast að ritgerðinni. Ef þú notar ritvinnsluforrit getur verið góð hugmynd að afrita minnisatriðin beint inn í uppkastið.

Lestu ritgerðina yfir og fáðu e.t.v. einhvern annan til að lesa hana líka.
Skráðu hjá þér athugasemdir (e.t.v. beint inn í uppkastið):
- Hvaða hugmyndir liggja að baki? Kemur afstaða þín til efnisins greinilega fram? - Hvað finnst þér eða öðrum takast vel? Komdu með ákveðin dæmi.
- Hefur þú - eða hafa aðrir - ákveðnar tillögur um umbætur? Hverjar?

Lagfærðu textann í samræmi við þær athugasemdir og ábendingar sem þú ætlar að taka tillit til.

Lestu textann yfir og athugaðu frágang s.s:
- Kaflaskiptingu, greinamerkjasetningu, réttritun, uppsetningu.

[Birting]
Hvernig ætlar þú að birta ritgerðina þína?
Á hún að verða blaðagrein?
Á að setja hana á heimasíðu?
Á hún að birtast í ritgerðasafni bekkjarins?
Á að kynna hana í fyrirlestri?
Á að nota hana sem inngang að umræðum um efnið sem þú valdir?

Veldu einhverja þessara leiða eða finnu þér aðra.

[Draumsýnin]
Berðu saman viðhorf þín og annarra. Er einhver munur - og þá hver?
Hvernig tengist ritgerðin þín „ameríska draumnum“?
Eru einhverjir þættir sameiginlegir? Ef svo er - hverjir?
Hvernig koma þeir fram?