Um verkefnin
Í hverju verkefni er vinnuferlinu lýst nákvæmlega. Verkefnin er hægt að nota fyrir einn nemanda eða nemendahóp.
Hvert verkefni skiptist í nokkra þætti með ábendingum og útskýringum til nemenda.
Kennarar - og ekki síður nemendur - nota verkefnin til að skipuleggja, útfæra og meta námið.
Verkefnin má nota á tvo vegu: | |
1 | Hægt er að prenta verkefnið svo nemendur geti notað það sem verklýsingu. |
2 | Hægt er að afrita verkefnið inn í ritvinnsluforrit og nota það síðan sem verklýsingu. Nemendur geta þá skrifað inn í textann hugleiðingar sínar og ákvarðanir. Þannig gefur verkefnið jafnframt upplýsingar um nám nemandans. |