Matarvenjur

Íslam / Siðir / Matarvenjur

Sækja pdf-skjal

 

Samkvæmt Kóraninum mega múslimar ekki neyta kjöts nema það sé hreint. Með því er átt við að eingöngu sé þeim dýrum slátrað sem á að borða og það gert í nafni guðs. Dýrið er aflífað og blóðið látið leka úr því. Þessi aðferð tengist heilsufarsástæðum. Múslimar á Íslandi geta þó alveg borðað það kjöt sem fæst úti í búð því slátrun dýra hér á landi samræmist meðhöndlun múslima um hreint kjöt. Matarvenjur á íslenskum heimilum múslima eru því mjög svipaðar og á öðrum heimilum á Íslandi.

Það kemur skýrt fram í Kóraninum að múslimar megi ekki borða svínakjöt eða drekka áfengi og þess vegna er þeim það bannað.