Hjónabandið

Íslam / Siðir / Hjónabandið

Sækja pdf-skjal

 

Hjónavígsla múslima er mjög einföld en því meira lagt upp úr að margir komi í veisluna og samgleðjist hjónunum. Þar er borðaður góður matur, sungið og dansað. Allir eru velkomnir í brúðkaupsveislu múslima hvort sem þeim var boðið eða ekki.

Fjölskyldan skiptir miklu máli meðal múslima og án hennar er einstaklingurinn lítið. Til að samfélagið verði gott er nauðsynlegt að fjölskyldulífið sé gott og samkvæmt Kóraninum eru múslimar hvattir til að giftast og eignast börn. Hjónaband er ekki talið vera einkamál tveggja einstaklinga vegna þess að það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Í íslömskum samfélögum hefur það því verið algengt að foreldrar eða stórfjölskyldan sem sjá um makaval en tilvonandi brúðhjón eiga bæði kost á því að neita honum ef þeim sýnist svo. Það er þó mismunandi milli landa og jafnvel fjölskyldna hvernig þessu er háttað. Innan íslams fjölskyldunnar á að ríkja fullkomið jafnvægi milli allra meðlima hennar, hvort sem það er eiginmaður, eiginkona, börn eða aðrir ættingjar.