Búddadómur / Saga búddadóms / Búddadómur í dag
 
Í dag er búddadómur fjórði stærsti átrúnaðurinn í heiminum með eitthvað á milli 250 til 500 milljónir fylgjenda. Flestir búddistar eru búsettir í austurhluta Asíu en í löndum eins og t.d. Tælandi og Kambódíu er yfir 90% þjóðarinnar búddistar. Búddadómur hefur þó verið að öðlast auknar vinsældir í vestrænum löndum, einkum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Flestir búddistar fylgja Mayhayanagrein búddadóms eða um 56%. 38% fylgja Theravadagrein búddasiðs og 6% fylgja tíbetskum sið. Hægt er að lesa nánar um muninn á þessum greinum búddadóms í kaflanum: Tvær meginstefnur.
Til að byrja með var litið svo á að búddistar ættu eingöngu að sýna samhygð sína með þeim sem áttu erfitt en ekki að gera of mikið til að hjálpa, vegna þess að þannig væru þeir að tengjast hinu veraldlega of mikið. Búddadómur hefur þróast í gegnum tíðina og orðið fyrir áhrifum m.a. frá Vesturlöndum. Í dag gegnir búddadómur víða félagslegu og pólítísku hlutverki og margir búddistar líta svo á að það sé beinlínis þeirra hlutverk að hafa áhrif á samfélagið. Það gera þeir oft í gegnum búddískar umbótahreyfingar þar sem barist er fyrir friði og réttlátri skiptingu auðs milli manna.