Ashoka Indlandskeisari

Búddadómur / Saga búddadóms / Ashoka Indlandskeisari

Sækja pdf-skjal

 

Um það bil 270 f. Kr. varð mikill stríðsmaður að nafni Ashoka keisari yfir hinu volduga Maryan ættarveldi í Indlandi. Í valdatíð sinni réðst hann í það stóra verkefni að sameina öll ríki Indlands með hervaldi og fljótlega réð hann yfir stærstum hluta Indlands.

Dag einn eftir mikinn og blóðugan bardaga gekk Ashoka yfir stríðsvöllinn og horfði á þúsundir manna liggja þar í sárum sínum, flestir dauðir. Við það fylltist hann svo miklu ógeði og eftirsjá að hann ákvað að heyja ekki frekari stríð en reyna að bæta fyrir það sem hann hafði gert. Hann tók búddatrú og lifði og stjórnaði eftir kenningum Búdda það sem eftir var ævinnar. Í stað stríðsreksturs lét hann reisa skóla, spítala og brunna og fór í pílagrímsferðir á helgustu staði búddadóms þar sem hann lét byggja miklar stúpur, musteri og súlur til heiðurs Búdda. Í þær lét hann rista kennisetningar búddadóms. Auk þess sendi hann trúboða um allt Indland og nágrannalönd.

Áður en Ashoka snerist til búddadóms hafði þetta einkum verið trú aðalsfólks  og vel menntaðs fólks en þegar hann tók trúna snerist almenningur einnig til búddadóms.