Lífsreglurnar

Búddadómur / Kennisetningar og reglur / Lífsreglurnar

Sækja pdf-skjal

 

Megininntak í siðareglum búddadóms er að forðast beri allt illt, leitast eftir að gjöra gott og hreinsa huga sinn. Búdda kenndi að allt eigi sér orsök og þar af leiðandi hafi allt sem við gerum afleiðingar, en það er megininntak í hugmyndinni um karma. Illur verknaður og hugsanir valda því bæði geranda og þolanda þjáningum en góðar hugsanir og verknaður skapa hamingju. Til að lágmarka þjáningu í heiminum hvatti Búdda alla fylgjendur sína til að lifa eins góðu lífi og þeir gætu og fylgja þeim kenningum og boðum sem hann kenndi.

Almenningur á að fylgja fimm meginreglum:

1.    Að drepa ekki nokkra lifandi veru.

2.    Að stela ekki.

3.    Að ljúga ekki, svíkja eða baktala.

4.    Að stunda ekki ósiðlegt kynlíf.

5.    Að drekka ekki áfengi.

Ungmunkar og ungnunnur eiga auk þess að fylgja fimm reglum til viðbótar:

6.    Að borða ekki eftir hádegi.

7.    Að taka ekki þátt í skemmtunum.

8.    Að nota ekki skartgripi, ilmvötn eða annað skraut.

9.    Að sofa ekki í þægilegu rúmi.

10. Að lifa í fátækt og taka ekki við peningum eða öðrum verðmætum.

Eftir að munkar og nunnur hafa tekið endanlega vígslu þurfa þau hinsvegar að fylgja samtals 227 reglum sem eru skráðar í rit sem kallast Patimokkha og er hluti af körfu regluagans.