Previous Page  127 / 161 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 127 / 161 Next Page
Page Background

1 2 3 4 5

6 7 8 9 10

11 12 13 14 15

16 17 18 19 20

21 22 23 24 25

Kafli 3 • Algebra og jöfnur

125

3.27

Hugsaðu þér að jörðin sé hnöttótt kúla og að þú

getir strengt snúru utan um hana í stóran hring.

Hugsaðu þér að þú viljir nota aðra snúru sem er

nógu löng til að liggja fyrir ofan fyrri snúruna

en á sama stað á hnettinum og í nákvæmlega

1 m fjarlægð frá fyrri snúrunni allan hringinn.

a

Hversu miklu lengri verður síðari snúran

að vera en sú fyrri? (Þú þarft ekki að

þekkja geisla jarðar. Kallaðu hann r og

settu fram stæðu fyrir lengd hvorrar

snúru fyrir sig.)

Hugsaðu þér að þú ætlir að endurtaka leikinn með

tveimur öðrum snúrum en að þessu sinni á að setja

þær utan um hnöttótta appelsínu.

b

Hve miklu lengri þarf síðari snúran að vera en sú

fyrri að þessu sinni?

3.28

a

Veldu fjórar tölur úr töflunni til hægri þannig að

þær séu innan fernings sem eru 2 · 2 reitir, t.d.

svona:

8 9

13 14

Margfaldaðu töluna efst til hægri með tölunni

neðst til vinstri.

Margfaldaðu síðan töluna efst til vinstri með

tölunni neðst til hægri.

Finndu mismun þessara svara.

b

Endurtaktu leikinn með fjórum öðrum tölum.

Hvað kemur í ljós?

c

Að þessu sinni skaltu velja fjórar tölur einhvers staðar í töflunni. Kallaðu

töluna efst til vinstri a. Skráðu algebrustæðu fyrir hverja af hinum

tölunum þremur táknaða með a.

Margfaldaðu og finndu mismuninn milli margfelda algebrustæðnanna á

sama hátt og þegar þú margfaldaðir tölurnar.

Hvað hefur þú nú sannað?