Skali 3A
124
Ýmis verkefni
Teningakast
Kennari stjórnar þessu verkefni eða nemendur fara eftir fyrirmælunum hér á eftir.
Þið þurfið
• tvo teninga fyrir hvern nemanda, helst hvor í sínum lit.
Áskorun
Notaðu aðra teninga, til dæmis með 8,
12 eða 20 tölum. Verkefnið verður meira
spennandi ef teningarnir tveir eru af
tveimur mismunandi gerðum en þú skalt
fyrst byrja með tvo sams konar teninga.
Aðferð
Þrep 1
1
Kastaðu báðum teningunum í einu.
2
Finndu margfeldi talnanna sem upp
koma á teningunum tveimur.
3
Finndu margfeldi tölunnar sem
upp kemur á öðrum teningnum
og tölunnar sem er undir hinum
teningnum.
4
Finndu margfeldi tölunnar sem
er undir öðrum teningnum og
tölunnar sem upp kemur á hinum
teningnum (öfugt við lið 3).
5
Finndu margfeldi talnanna sem
eru undir báðum teningunum.
6
Finndu summu margfeldanna í
liðum 2, 3, 4 og 5.
7
Berðu svar þitt í lið 6 saman við
svör bekkjarfélaganna.
Þrep 2
Hvaða skýring er á þessu?
1
Kallaðu töluna á öðrum teningnum
a
og töluna á hinum teningnum
b
.
2
Skráðu stæðurnar í liðum 2, 3, 4, og 5
í hluta 1 og táknaðu þær með
a
og
b
.
(Ekki er nauðsynlegt að nota fleiri
bókstafi. Ábending: Mundu að summa
talnanna ofan á og undir venjulegum
teningi er alltaf 7.) Liður 2 verður þá:
a ∙ (7 – b). Skráðu alla liðina í hluta 1 á
þennan hátt
3
Margfaldaðu síðan upp úr svigunum
og finndu summuna sem samsvarar
þá lið 6 í hluta 1.
Hvað kemur í ljós?