Skali 3A
102
Tækni, list og arkitektúr
2.97
Mældu framstig (f) og uppstig (u) þrepa á tveimur mismunandi stigum
í umhverfi þínu.
Kannaðu með reikningi hvort stiginn er í samræmi við tröppuformúluna
í byggingarreglugerð:
f
+ 2
u
= (620 ± 20) mm
2.98
Styttri hlið í rétthyrningi í A-stærð er 5 cm. Teiknaðu rétthyrninginn
með hringfara og reglustiku.
2.99
Hugsaðu þér að þú sért með marga eins rétthyrninga í A-stærð. Þú átt að
leggja marga slíka hvorn ofan á annan. Myndin sýnir hvernig á að byrja.
Settu blað 3 ofan á blað 2 eins og blað 2 er ofan á blaði 1.
a
Hve mörg blöð notar þú áður en næsta blað mun lenda ofan á blaði 1?
b
Gerðu skissu af blöðunum í a-lið með eins mörgum blöðum og þarf.
Hugsaðu þér að styttri hlið blaðsins hafi lengdina 1. Hvað þekja
blöðin þá stórt svæði?
2.100
Venjulegt greiðslukort hefur form gullins rétthyrnings.
Hver er lengd kortsins ef breiddin er 5,4 cm?
2.101
Notaðu rúmfræðiforrit.
a
Teiknaðu reglulegan fimmhyrning og
dragðu hornalínurnar eins og myndin sýnir.
b
Mældu
AB
,
AC
og
AD
.
c
Reiknaðu hlutföllin
AC
:
AB
og
AB
:
AD
.
Hvað kemur í ljós?
A
B
C
D