Previous Page  6 / 132 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 132 Next Page
Page Background

ORÐSPOR

2

4

Allt sem þú þarft að vita

um Orðspor 2

Málfróður mælir:

Kæri lestrarlærlingur.

Mikið er nú gaman að vegir okkar liggi saman aftur. Við skulum

halda áfram vegferð okkar um völundarhús íslenskunnar með

það að leiðarljósi að nálgast fullkomnun í notkun tungumálsins.

Nú sem áður mun mér bregða fyrir þegar málfræði og málnotkun

ber á góma. Ég mun leggja mig fram að leiða þig og aðstoða.

Tungulipur, hundurinn minn, mun einnig trítla með okkur eftir

gullnum vegi tungumálsins. Mikið verður þetta skemmtilegt hjá

okkur. Ég hlakka til.

Þessi tákn áttu eftir að sjá víða um bókina:

Hugstormur

– Í hugstormi á að fá eins margar hugmyndir og hægt er

á gefnum tíma. Oftast unnið í hóp.

Stækkunarglerið –

Hér ályktar þú, rannsakar og grúskar.

Stýrt verkefni

– Þegar þetta merki kemur upp mun kennari leggja inn

verkefni og aðstoða hópinn við að leysa það skref fyrir skref.

Námsfélagar

– Þessi verkefni vinna tveir og tveir saman.

Hópverkefn

i – Verkefni unnið í hóp.

Ritunarverkefni

– Hér er ætlast til að þú leysir verkefnið skriflega.

Framsögn

– Verkefni sem eru flutt munnlega, kynningar, leikræn

tjáning og virk hlustun.