Lesrún 2

2

Efnisyfirlit Kærunemendur . . . . . . . . 1 Kolkrabbar . . . . . . . . . 2 Meira um kolkrabba . . . . . 4 Geimverurnar mættar aftur . . . . 6 Geimverurnar 1 . . . . . . . 6 Geimverurnar 2 . . . . . . . 8 Geimverurnar 3 . . . . . . . 10 Geimverurnar 4 . . . . . . . 12 Geimverurnar 5 . . . . . . . 13 Feyktu mér, stormur . . . . . . 16 Moldvörpur . . . . . . . . . 18 Meira um moldvörpur . . . . . 20 Íþróttir . . . . . . . . . . . 22 Íþrótt hugans . . . . . . . . 24 Ný íþróttagrein . . . . . . . 25 Draugar . . . . . . . . . . 26 Mamma segir frá Móra . . . . . 28 Geta dýr verið draugar? . . . . 30 Stúfhenda . . . . . . . . . . 32 Fjallaþing . . . . . . . . . . 34 Stjörnumerki . . . . . . . . . 40 Getið þið giskað á merkið mitt? . 44 Orðaspil . . . . . . . . . . 46 Tilkennara ......... 48

1 Ræðið saman og skrifið í stílabók eða á blað. • finna aðalatriðin í texta • búa til spurningar úr texta • lesa og fara eftir fyrirmælum • átta ykkur á atburðarás • læra ný orð Í þessari bók lærið þið aðferðir sem hjálpa ykkur að Ræðið saman og skrifið í bókina. Á vinstri blaðsíðum eru margs konar frásagnir sem þið lesið sjálf eða til skiptis með öðrum. Á hægri blaðsíðum eru verkefni sem þarf að ræða og vinna saman. Stundum á að skrifa en einnig að rifja upp og ræða efnið sameiginlega. Táknin í bókinni lesa – skilja – læra Kæru nemendur Ræðið saman.

2 Kolkrabbar Kolkrabbar eru afar forvitnileg dýr sem finnast í öllum heimshöfum. Ræddu við félaga um það sem þú veist um kolkrabba. Lestu síðan textann og strikaðu undir aðalatriðin. Kannski lærir þú eitthvað nýtt. Kolkrabbar eru með sekklaga* búk og átta arma sem á eru ótal margar næmar sogskálar. Sogskálarnar nota kolkrabbar til að finna bragðið af því sem þeir snerta. Armana nota þeir til að komast á milli staða. Kolkrabbar geta synt hratt eða læðst eftir hafsbotninum. Sjón þeirra er mjög góð en þeir sjá þó ekki liti. Kolkrabbar eru með þrjú hjörtu en hafa engin bein. Líkaminn er alveg mjúkur ef frá er talinn munnurinn sem er í laginu eins og goggur á fugli. Þar sem kolkrabbar eru svona mjúkir geta þeir falið sig á ólíklegustu stöðum. Þeir geta troðið sér með alla sína arma inn í þrönga hellisskúta eða gömul skipsflök. Skrifaðu niður nokkur aðalatriði úr textanum, það sem þér finnst merkilegast. *sekklaga: eins og poki í laginu Munnur kolkrabba er undir miðjum búknum.

3 Til að átta sig á og muna aðalatriði í texta er gott að spyrja spurninga. Búið til spurningar sem passa við svarið. Munið eftir að nota spurningarmerkið. 1. spurning: ____________________________________________________ Svar: Þeir eru með átta arma. 2. _________ ____________________________________________________ Svar: Kolkrabbar nota þær til að finna bragðið af því sem þeir snerta. 3. _________ ____________________________________________________ Svar: Kolkrabbar nota þá til að komast á milli staða. 4. _________ ____________________________________________________ Svar: Þeir eru með þrjú hjörtu. 5. _________ ____________________________________________________ Svar: Hann líkist goggi á fugli. Myndagáta __________________ ______ ________ _________ ___________ Spurnarorð: • Hvað …? • Hvernig …? • Hvar …? • Hvers vegna …? Hvað eru kolkrabbar með marga arma? -i +

4 Ræddu við félaga og rifjaðu upp það sem þú veist um kolkrabba. Lestu síðan textann og fræðstu enn meira um þessi merkilegu dýr. Búðu til spurningar til að spyrja félaga eftir hverja efnisgrein*. *efnisgrein: texti á milli greinaskila Meira um kolkrabba Kolkrabbar eru rándýr og miklir klækjarefir. Þeir geta beitt alls kyns brögðum til að sleppa frá öðrum dýrum, til dæmis losað sig við einn arm. Óvinurinn stoppar þá og gæðir sér á arminum meðan kolkrabbinn læðist í burtu. Kolkrabbar geta líka auðveldlega skellt sér í dulbúning. Þeir hafa mjög sérstakar húðfrumur sem gera þeim kleift að skipta um lit á augabragði. Þá verða þeir samlitir umhverfinu og ná þannig að fela sig. Merkilegastur er þó hæfileiki þeirra til að sprauta frá sér þykku svörtu bleki þegar hætta steðjar að. Andstæðingurinn blindast og kolkrabbinn kemst auðveldlega í burtu. Margir hafa reynt að hafa kolkrabba sem gæludýr en þar sem kolkrabbar eru mjög gáfaðir tekst þeim oft að sleppa úr vistinni. Kolkrabba hefur til dæmis tekist að skrúfa lok af krukku sem hann var settur ofan í.

5 Hugarkort Aðalatriði hjálpa okkur að skilja og muna betur það sem við lesum. Rifjið upp það sem þið hafið lesið um kolkrabba og hjálpist að við að skrifa aðalatriðin í hugarkortið. Dýrið okkar Veljið dýr, skrifið um það og teiknið eða klippið út mynd. Innri líkamsbygging Ytra útlit Eiginleikar

6 Geimverurnar mættar aftur Þú manst ef til vill eftir ævintýri systranna Gyðu og Gróu þegar geimverur lentu í garðinum þeirra. Síðan soguðust geimverurnar skyndilega inn í myndabók. Hvað skyldi hafa orðið af þeim? Ræddu um það við félaga og lestu síðan fyrsta kafla sögunnar. Af hverju var Gróa áhyggjufull? Haldið þið að þessi frásögn gæti verið sönn? Af hverju? Af hverju ekki? Geimverurnar 1 Gyða og Gróa trúðu varla sínum eigin augum. Hvað hafði eiginlega gerst? Fyrir augnabliki voru þrjár geimverur í heimsókn hjá þeim að skoða húsið þeirra en nú virtist sem þær hefðu sogast inn í stóra bók sem lá á gólfinu. Gyða tók upp bókina og blaðaði í henni. Það voru fjölmargar myndir af geimverunum á hverri blaðsíðu. Á fyrstu síðunum mátti sjá þær á flugi í geimskipinu sínu. Síðan komu myndir frá því þegar þær lentu á jörðinni og hittu Gyðu og Gróu. Að lokum var þessi undarlega mynd af þeim þar sem þær höfðu sogast inn í bókina. – Hér er mynd af mynd af geimverum í myndabók, sagði Gróa og benti með vísifingri á myndina. Gyða kinkaði kolli áhyggjufull. – Við verðum að hjálpa þeim út. – Hvernig gerum við það? spurði Gróa. Það er eins og verurnar séu í álögum og það er erfitt að leysa einhvern úr álögum. Við getum ekki fundið prins til að kyssa myndina eða galdrakarl til að hókusapókusa. Gyða klóraði sér í höfðinu og skyndilega var eins og kviknaði á perunni. – Ég veit! Við LEYSUM þær ekki úr álögum, við LESUM þær úr álögum.

7 Tímalína Númerið myndirnar í réttri röð. 1. byrjun 2. svo gerðist 3. næst gerðist 4. endir Skrifið setningu sem passar við hverja mynd. Í lokin megið þið lita. 1. _____________________________________________________________ 2. _____________________________________________________________ 3. _____________________________________________________________ 4. _____________________________________________________________

8 *prísund: vandræði, klípa, klemma Heldur þú að systrunum takist að bjarga geimverunum úr prísundinni?* Ræddu um það við félaga og lestu síðan textann. Telpurnar tóku bókina og örkuðu með hana út í garð þar sem silfurhvíti geimdiskurinn hafði staðið en þar var nú ekkert að sjá. Gyða benti á fyrstu myndina í bókinni og lýsti geimskipinu sem flaug á ógnarhraða á stjörnubjörtum himninum. Skyndilega hvarf myndin en stafir birtust í staðinn. Hún hélt áfram á næstu mynd og sagði frá því þegar geimskipið lenti í garðinum þeirra. Myndin hvarf og stafir birtust. En það var ekki það eina sem gerðist. Geimskipið stóð allt í einu ljósum baðað fyrir framan þær. Áfram hélt Gyða að lýsa myndunum og ekki leið á löngu þar til geimverurnar þrjár voru komnar til þeirra og bókin orðin myndalaus. Bláa veran, BL8, skríkti af gleði og faðmaði stelpurnar að sér. – Takk fyrir að bjarga okkur, sagði hún vélrænni en glaðlegri röddu. Má bjóða ykkur í geimferð að launum? Okkur langar að sýna ykkur hvar við búum. Gróa og Gyða þökkuðu fyrir gott boð og bröltu upp í geimskipið. Bleika veran, HR1, ræskti sig og sagði: – Við komum frá lítilli plánetu sem heitir Litróf. Þar má finna alla liti sem til eru í alheiminum. Enda er slagorðið okkar: Gefðu lífinu lit! • Þekkið þið einhver slagorð? Algengt er að fyrirtæki og stofnanir séu með slagorð til að vekja athygli á sérkennum sínum. • Búið til slagorð fyrir bekkinn ykkar eða skólann. Geimverurnar 2

9 Hvað þýða lituðu orðin? Telpurnar örkuðu með BL8 skríkti af gleði. bókina út í garð. hlupu sussaði gengu frussaði skriðu flissaði hrópuðu hvíslaði Svarið spurningunum með heilum setningum. 1. Hvað var á fyrstu myndinni í bókinni? ______________________________________________________________ ______________________________________________________________ 2. Hvernig björguðu stelpurnar geimverunum úr bókinni? ______________________________________________________________ ______________________________________________________________ 3. Af hverju buðu geimverurnar stelpunum í geimferð? _____________________________________________ _____________________________________________ _____________________________________________ 4. Hvaða liti er að finna á plánetunni Litrófi? _____________________________________________ _____________________________________________

10 Geimverurnar 3 Lestu áfram um ævintýri Gyðu og Gróu með geimverunum. Taktu sérstaklega eftir lýsingarorðum. Strikaðu undir þau og skoðaðu hvaða áhrif þau hafa á textann. Lestu síðan kaflann aftur með félaga og þá án lýsingarorða. Hvernig breytist textinn? Gyða og Gróa flugu með geimverunum á ógnarhraða í gegnum himinhvolfið og skyndilega birtist fyrir framan þær lítil röndótt pláneta. – Þetta er Litróf! sagði græna veran. Systurnar höfðu aldrei séð neitt jafn fallegt. Það var eins og regnboganum hefði verið vafið utan um plánetuna. Þær lentu á litríkum flugvelli þar sem allar verurnar voru gular. Þar mátti sjá ljósgular, sítrónugular, sinnepsgular, sólgular og hlandgular verur. – Ég vissi ekki að til væru svona margir gulir tónar, sagði Gróa hrifin. Gulu verurnar svifu fisléttar í kringum þær og þvoðu geimskipið með karrýgulum svömpum og burstuðu ferðarykið af fötum geimfaranna. – Þetta eru Gulurnar, sagði bláa veran. Þær sjá um varnir plánetunnar og taka á móti öllum sem hingað koma. Þær eru alltaf í góðu skapi og vilja láta taka eftir sér. Þegar komið var út af flugvellinum breyttust litirnir. Allir vegir og farartæki voru nú í rauðum litatón. Bílarnir voru eldrauðir, hjólin rósrauð, vegirnir rústrauðir og öll hús dökkrauð. – Hér búa Rauðurnar. Þær sjá um að koma öllum á rétta staði, sagði bláa veran og bauð systrunum að stíga upp í eldrauðan bíl sem svört vera ók. – Ég heiti SV1, sagði svarta veran og brosti um leið og bíllinn þaut af stað. Lýsingarorð standa með nafnorðum og lýsa þeim nánar: góður hundur grænt gras

11 Hér eru nokkrar fullyrðingar sem allar eru rangar. Vinnið saman og breytið þeim þannig að þær verði réttar miðað við textann um geimverurnar. 1. Skyndilega birtist fyrir framan þær stór köflótt pláneta. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ 2. Systurnar höfðu aldrei séð neitt jafn ljótt. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ 3. Gulurnar eru alltaf í vondu skapi. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Orðin sem breyttust í setningunum eru öll lýsingarorð. Hér er rétt fullyrðing, gerið hana ranga með því að breyta lýsingarorðinu. 4. Allir vegir og farartæki voru í rauðum litatón. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________

12 Fljótlega breyttist litaspjaldið og bláir litir tóku völdin. Blár himinn, haf, lækir, fossar, ár og verur í ótal bláum tónum. – Hérna eru Bláurnar, mitt fólk, sagði bláa veran stolt. Við erum svo elskulegar og blöndum vel geði við aðra liti. Þegar við föðmum gular verur þá verðum við grænar og þegar við snertum rauðar verur verðum við fjólubláar. – Já, og ef þið strjúkið bæði gular og rauðar verur þá verðið þið brúnar, sagði svarta veran og glotti. Gróa og Gyða voru heillaðar. Þær héldu ferð sinni áfram og skyndilega varð allt skjannahvítt svo skar í augun. – Hér eru Hvíturnar, sagði bláa veran BL8. Þær og Svörturnar teljast ekki vera litir en þær lýsa eða dekkja alla liti. Stelpurnar dáðust að hrímhvítum húsunum og mjallahvíta snjónum sem lá yfir öllu. Smám saman varð hvíti liturinn ljósgrár, síðan grár og að lokum umlukti dökkgrá þoka umhverfið. Drungi og deyfð færðist yfir alla nema svörtu veruna sem brosti sífellt breiðar. Skyndilega varð allt svart. Geimverurnar 4 Hvaða bláa litatóna þekkið þið? Númerið setningarnar í rétta röð samkvæmt sögunni. Bláa veran kynnir sitt fólk Þokan leggst yfir allt Skyndilega varð allt svart Stelpurnar dást að snjónum Bláir litir taka völdin Allt verður skjannahvítt

13 Geimverurnar 5 – Velkomin í Svartheima, sagði svarta veran. Gróa og Gyða gripu smeykar hvor um aðra. Þær sáu ekki handa sinna skil og vissu ekkert hvert þær voru að fara. Svarta veran hló lágt. – Hohoho, þið eruð ekki þær fyrstu sem verðið hræddar hér en það er samt ekkert að óttast. Lokið bara augunum og þá líður ykkur betur. Gróa og Gyða lögðu aftur augun og smám saman færðist ró yfir þær í mjúku bílsætinu. Systurnar hölluðu sér hvor að annarri og fljótlega voru þær farnar að hrjóta lágt. Krossið í réttan reit. Blátt og gult verður brúnt Blátt og gult verður grænt Blátt og gult verður rautt Gult, rautt og blátt verður svart Gult, rautt og blátt verður brúnt Gult, rautt og blátt verður grátt Hvítur dekkir alla liti Hvítur gerir allt ósýnilegt Hvítur lýsir alla liti Blátt og rautt verður svart Blátt og rautt verður gult Blátt og rautt verður fjólublátt Hvað haldið þið að gerist næst? Skrifið ykkar eigin endi. Lesið svo hugmynd ykkar að sögulokum fyrir félaga. 1. 2. 3. 4.

14 Tímalína – endursögn Rifjið upp söguna í huganum. Endursegið hana síðan með félaga. Teiknið því næst aðalatriðin í atburðarásinni. Þið megið líka skrifa texta í reitina í stað þess að teikna. byrjun svo gerðist næst gerðist endir byrjun … svo gerðist … næst gerðist … síðan gerðist … svo gerðist … endir

15 Notið upplýsingarnar úr sögunni til að lita myndina í réttum litum.

16 Feyktu mér, stormur, til fjarlægra ríkja, í frumskóginn þar sem aparnir skríkja og hegrarnir seiðandi syngja. Eða á sólríkar suðurhafseyjar að sjá hvar dansa innfæddar meyjar við sæbarða sjóræningja. Feyktu mér, stormur, langar leiðir, til landsins þar sem tígurinn veiðir, og valmúinn vex og fjólan, tíu ára snáða í tímahraki með tösku fulla af skruddum á baki sem er of seinn í skólann. Feyktu mér, stormur Strikið undir orðin sem ríma með sama lit. Nota þarf þrjá liti í hverju erindi. Ljóð má lesa og syngja á mismunandi máta. Hér fyrir neðan eru fjórar hugmyndir að upplestri. Góða skemmtun! Vélmenni Lesið ljóðið eins og vélmenni með tölvurödd. Óperusöngvari Syngið ljóðið eins og óperusöngvari. Rappari Syngið ljóðið eins og hipp hopp söngvari, ú jé! Barnahjal Lesið ljóðið fyrir smábarn sem er að fara að sofa. Feyktu mér, stormur er ljóð eftir Davíð Þór Jónsson. Lesið ljóðið fyrst í hljóði og svo upphátt með félaga. Prófið að lesa línurnar til skiptis. Leggið áherslu á skýran framburð og hugsið sérstaklega um rímorðin.

17 Tengið við rétt orð eða orðskýringu. hegri • sá sem sjórinn hefur lamið valmúi • láta fjúka innfædd • lítill strákur sæbarinn • fugl feykja • blóm snáði • sú sem er fædd í landinu skrudda • lúin bók Búið til rímorð eyjar m ____________, p ____________, h ____________ fjóla b ____________, sk ____________, r ____________ Takið eftir lituðu nafnorðunum í öðru erindi. Breytið þeim og skrifið nýju orðin á línunar hér fyrir neðan. Orðin þurfa ekki að þýða það sama. Lesið síðan ljóðið upp fyrir félaga. Nafnorð eru nöfn eða heiti yfir einstaklinga, staði, hugmyndir, tilfinningar og fleira. Nafnorð geta bætt við sig greini. Feyktu mér, ______________ langar leiðir, til landsins þar sem ______________ veiðir, og _____________ vex og _________ , tíu ára ______________ í tímahraki með tösku fulla af ______________ á baki sem er of seinn í skólann.

18 Moldvörpur Moldvörpur eru forvitnileg dýr. Ræddu við félaga um það sem þú veist um moldvörpur. Lestu síðan textann og strikaðu undir aðalatriði sem tengjast útliti moldvörpunnar. Af hverju ætli moldvörpur séu með lítil augu? Moldvarpa er lítið spendýr sem eyðir næstum allri ævinni neðanjarðar í göngum sem hún grefur sjálf. Moldvarpan er vel útbúin fyrir gangagerð. Hún hefur stórar klær á öllum tám og framfætur hennar eru mjög sterkir. Þeir mynda nokkurs konar skóflu og segja má að moldvarpan sé eins og jarðvinnsluvél. Líkami moldvörpunnar er ílangur* og sívalur* og rófan stutt. Nefið er mjótt og hárlaust. Moldvarpan hefur löng veiðihár en augu hennar eru agnarsmá og oft hulin húð. Þess vegna er hún oft teiknuð með þykk gleraugu á skopmyndum. Moldvarpan hefur ekki mikla þörf fyrir sjón niðri í jörðinni, þar notar hún frekar lyktarskynið til að átta sig á umhverfinu. * ílangur: lengri á annan veginn * sívalur: eins og rörbútur, þverskorinn í báða enda

19 Krossið í réttan reit. Moldvörpu er líkt við Augun eru agnarsmá sláttuvél svo moldvarpan sjái betur gröfu svo moldvarpan gráti ekki eldavél svo þau fyllist ekki af mold hrífu svo þau passi í andlit hennar Nú eruð þið búin að strika undir aðalatriðin sem tengjast útliti moldvörpunnar. Skrifið þau á réttan stað.

20 Teiknaðu eða skrifaðu hvað moldvarpan étur á dag til samanburðar við það sem þú borðar. Moldvarpan étur: Ég borða: Rifjaðu upp það sem þú veist um moldvörpur og ræddu við félaga. Lestu síðan áfram um moldvörpuna og strikaðu undir aðalatriðin, það sem þér finnst vera merkilegast. Meira um moldvörpur Moldvarpan er mikið átvagl. Hún étur þyngd sína á hverjum degi sem er einstakt meðal spendýra. Moldvarpa getur orðið 15 sentimetrar á lengd og 550 grömm á þyngd. Hún getur ekki verið án fæðu lengur en í 12 klukkutíma. Í efsta sæti á matseðli hennar eru stórir og feitir ánamaðkar enda er nóg af þeirri dásemdarfæðu neðanjarðar. Annars étur hún líka köngulær, grasmaðka og þúsundfætlur. Moldvörpur lifa ekki á Íslandi en eru algengar víða um heim. Það er ekki vinsælt að fá moldvörpu í garðinn sinn. Á augabragði er hún búin grafa göng um allan garð og skilja eftir sig ótal moldarhrúgur. Áður fyrr lagði fólk mikla vinnu í að losna við moldvörpur en nú hefur komið í ljós að þær bæta jarðveginn með gangagerð sinni.

21 Þrjár af eftirfarandi fullyrðingum eru rangar. Strikið yfir þær með rauðum lit. 1. Moldvörpur éta mikið. 4. Moldvörpur éta orma og köngulær. 2. Moldvörpur éta þyngd 5. Moldvörpur eyðileggja jarðveginn. manneskju á dag. 3. Moldvörpur geta lifað tólf 6. Moldvörpur finnast ekki hérlendis. sólarhringa án matar. Finnið samheiti orðanna í textanum um moldvörpuna. mathákur: _____________________ ormar: ________________________ digrir: ________________________ manneskjur: ___________________ Svarið spurningunum með heilum setningum. 1. Hvað étur moldvarpan mikið á dag? ____________________________________________________________ 2. Hver er uppáhaldsfæða moldvörpunnar? ____________________________________________________________ 3. Hvers vegna haldið þið að moldvörpur hafi aldrei fundist á Íslandi? ____________________________________________________________ ____________________________________________________________

22 Hvaða íþrótt er þetta? ___________________________________ Íþrótt er æfing eða keppni sem fer fram samkvæmt fyrir fram ákveðnum reglum. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegust? En félaga þínum? Lesið um nokkrar íþróttir og reynið að leysa gáturnar. Íþróttir Íþróttin gerir kröfu um líkamlegan styrk, liðleika, kraft, samhæfni og stjórn. Hún hefur formlega verið til síðan árið 1881 en barst fyrst til Íslands 1907 og er núna fjórða mest stundaða íþróttin á Íslandi. Bæði er hægt að stunda íþróttina sem einstaklingur og eins í hóp. Keppnisgreinar í henni eru til dæmis bogahestur, jafnvægisslá og gólfæfingar. Krossaðu í réttan reit. Íþróttamaður greinarinnar er sniðugur og góðhjartaður kröftugur og fimur langur og léttur Íþróttin hefur verið stunduð á Íslandi frá nítján hundruð og sjötíu frá átján hundruð áttatíu og eitt frá nítján hundruð og sjö Hvaða íþróttagreinar stundar þessi strákur? ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________

23 Krossaðu í réttan reit. Í íþróttina þarf mörk og brennibolta kylfu og kúlu spaða, net og fjaðrabolta Í þessari íþrótt er keppt á litlum velli með neti á milli. Keppendur eru með spaða, slá á milli sín fjaðrabolta og reyna að láta hann lenda í gólfinu á velli andstæðingsins. Það er bæði hægt að keppa í íþróttinni sem einstaklingur en líka í pörum. Á Íslandi hefur hún verið stunduð síðan 1967. Þá var reynt að gefa henni íslenskt nafn og átti það að vera hnit. Hvaða íþrótt er þetta? ____________________________________ Hvaða íþróttagreinar stundar þessi stelpa? ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ ____________________ Sá vinnur sem er fljótari að hlaupa fær boltann sjaldnar í gólfið slær boltann oftar í netið

24 1. ____________________________________________________________ Svar: ________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________ Svar: ________________________________________________________ Íþrótt hugans Á Ólympíuleikunum í London árið 2012 var keppt í 36 íþróttagreinum. Engin af þeim tengdist hugaríþróttum en í þeim er keppt í ýmsum leikjum og spilum þar sem kænska og útsjónarsemi er helsti styrkleikinn. Í þessari hugaríþrótt keppa alltaf tveir í einu. Annar hefur 16 svarta menn og hinn hefur 16 hvíta menn. Íþróttin er alltaf leikin á borði sem hefur 64 reiti. Fyrsti heimsmeistari greinarinnar Hvaða íþrótt er þetta? ________________________________________ Búðu til tvær spurningar úr textanum. Hafðu þær skýrar og hnitmiðaðar. Láttu sessunaut þinn svara þínum spurningum og svara þú hans. var krýndur árið 1886. Leikurinn gengur út á að drepa menn andstæðingsins þangað til hann verður mát. Íþróttin er vinsæl á Íslandi og stunda hana jafnt stelpur sem strákar á öllum aldri. Mundu eftir spurnarorðunum (sjá bls. 3).

25 Semjið lýsingu og reglur um íþróttina. Skráið einnig nauðsynleg áhöld og æskilega búninga. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Ný íþróttagrein Það eru alltaf að koma fram nýjar keppnisgreinar í íþróttum. Búið sjálf til nýja íþróttagrein. Veljið tvær þekktar íþróttagreinar og búið til nýtt heiti úr nöfnum þeirra. Dæmi: fótbolti + fimleikar = fimbolti. Ég valdi ______________________________ og _______________________ . Nýja íþróttin heitir: ____________________________ . Teiknaðu mynd af íþróttamanneskju að keppa í íþróttinni ykkar.

26 Trúir þú á drauga? En félagi þinn? Áður fyrr var draugatrú mikil á Íslandi, líklega vegna þess að hér var mikið myrkur lengstan hluta ársins. Í þessari sögu segir frá þremur frægum íslenskum draugum, Skottu, Móra og Þorgeirsbola. Draugar Það ýlfraði ámátlega í vindinum og greinar trjánna lömdu gluggana á litla sumarbústaðnum. Iðunn og Óðinn sátu og léku sér saman í tölvuleik í sófanum á meðan mamma hitaði súkkulaði í potti. Þau voru í vetrarfríi og fjölskyldan hafði ákveðið að fara upp í bústað. – Hvenær kemur pabbi eiginlega? spurði Iðunn. – Hann hlýtur að fara að koma, hann ætlaði bara að skreppa eftir mjólk, svaraði mamma. – Viltu segja okkur sögu mamma? spurði Óðinn. Kannski draugasögu? Óðinn slökkti á tölvunni og settist við eldhúsborðið. Mamma hellti súkkulaði í bolla og kveikti á kerti. Krakkarnir sötruðu heitan drykkinn. – Draugasögu segið þið. Hmmm … ég man nú ekki eftir neinum draugasögum, sagði mamma brosandi. – Ef ég segði ykkur svoleiðis sögu gætuð þið ekki sofnað í kvöld. Svo vitið þið að það eru ekki til neinir draugar í dag. – Mamma, hver var Skotta? spurði Iðunn. Ég heyrði nafnið hennar í einhverju lagi í útvarpinu um daginn. (mynd af krökkunum í sumarbústaðnum á draugalegu kvöldi).

27 Hvað þýðir orðið ámátlega? Giskið fyrst og flettið svo í orðabók. Ég held það þýði: ________________________________________________ Það þýðir: ______________________________________________________ Skoðið málsgreinina. Það ýlfraði ámátlega í vindinum og greinar trjánna lömdu gluggana. Veljið ný sagnorð úr pokanum í stað lituðu orðanna. Takið eftir hvernig tilfinningin í textanum breytist. 1. Það _______________ ámátlega í vindinum og greinar trjánna ________________ gluggana. 2. Það _______________ ámátlega í vindinum og greinar trjánna ________________ gluggana. Krossaðu við rétta merkingu orðanna. að verða úti skupla að leika sér úti skutla að deyja utandyra rófa að skreppa út höfuðklútur – Skotta, já látum okkur nú sjá, sagði mamma. Hún Móhúsa-Skotta var draugastelpa sem var mjög þekkt á Íslandi fyrir langalöngu. Einhvern tímann á 18. öld minnir mig. Þetta var stúlka sem varð úti skammt frá Móhúsum á Stokkseyri. Hún fékk nafnið Skotta vegna skuplunnar sem hún bar á höfðinu. Henni var kennt um ýmislegt sem miður fór, ýmis skemmdarverk og jafnvel manndráp. Skotta átti vin sem var líka draugur. Hann kallaðist Móri. væla, strjúka, öskra, berja, hvísla, kýla

28 • Hvernig passar lýsingin á Skottu og Móra við hugmyndir ykkar um drauga? • Haldið þið að draugar séu til? Af hverju/af hverju ekki? • Kann eitthvert ykkar draugasögu? Mamma segir frá Móra – Hann Móri var flökkupiltur í lifanda lífi og hafði drukknað í á eftir að hafa flækst um á Suðurlandinu í langan tíma. Móri var ærsladraugur sem framdi óhljóð og ýmiss konar skarkala og þegar tók að skyggja skaut hann fólki skelk í bringu. Hann var venjulega klæddur í mórauð ullarföt og hafði barðastóran hatt á höfði. Skotta og Móri gerðu margt ljótt saman og ég ætla nú ekki að segja ykkur meira frá því, sagði mamma. Þær sögur eru alveg bannaðar fyrir börn. – Voru þetta bara krakkar eins og við? spurði Iðunn. Hvar voru mamma þeirra og pabbi? Af hverju passaði þau enginn? – Já, það er von að þú spyrjir, rófan mín. En börn í gamla daga áttu stundum engan að og þurftu bara að sjá um sig sjálf. Sum börnin höfðu ekki einu sinni stað til að sofa á og oft fengu þau lítið að borða og margir voru vondir við þau. – Aumingja Skotta og Móri, hvíslaði Óðinn. Það er ekki skrýtið þó þau hafi verið óþekk þegar enginn var góður við þau. Mamma brosti blíðlega til barnanna sinna. – Jæja, nú er kominn háttatími.

29 Tengið á milli orðanna sem hafa svipaða merkingu. Orðin eru græn í textanum til að auðvelda ykkur að finna rétta merkingu. að skjóta einhverjum skelk í bringu • stríðinn draugur skarkali • rauðbrúnn mórauður • munaðarlaus ærsladraugur • strákur sem ferðast víða flökkupiltur • hræða að eiga engan að • hávaði Vinnið saman og svarið spurningunum. 1. Hvers vegna haldið þið að Móri hafi ekki átt neinn að? _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ 2. Hvernig dó Móri? _____________________________________________________________ 3. Af hverju ætli Skotta og Móri hafi leikið sér að því að hræða fólk? _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Semjið ykkar eigin draugasögu og reynið að nota grænlituðu orðin hér að ofan.

30 • Hvaða vökvi gæti þetta verið? • Hvað haldið þið að hafi gerst? • Í hvað getur Þorgeirsboli breytt sér? Geta dýr verið draugar? Nú velta Óðinn og Iðunn því fyrir sér hvort dýr geti verið draugar? Hvað heldur þú? – Oh, mamma við viljum ekki fara strax í rúmið. Gátu dýr verið draugar? spurði Iðunn. – Ég man nú ekki eftir neinum nema honum Þorgeirsbola. Það var galdramaður sem hét Þorgeir, kallaður Galdra-Geiri, sem bjó til þann draug, sagði mamma og bætti við: – Hann fékk sér nýfæddan nautkálf sem hann skar upp og vakti svo upp með göldrum. Síðan setti hann í sárið átta hluti. Einn þeirra var af lofti, annar af fugli, þriðji af manni, fjórði af hundi, fimmti af ketti, sjötti af mús, sjöundi og áttundi af tveimur sjókvikindum. Þannig voru níu náttúrur bola með nautseðlinu. Bolinn gat brugðið sér í allra þessara kvikinda líki og ferðast um loft, land og sjó. Að lokum steypti Þorgeir sigurkufli* af nýfæddu barni yfir drauginn og átti hann þannig að verða ósigrandi. – Vá, þetta hefur verið algjör súperdraugur, sagði Óðinn. Hann hlýtur að vera til enn í dag, ekkert getur eytt svona draug. – Nei, hann er ekki til, þetta er bara þjóðsaga, svaraði mamma brosandi og hristi höfuðið. Skyndilega heyrðist hátt brak og trjágrein féll með skruðningum á pallinn fyrir framan sumarbústaðinn. Vindurinn baulaði hátt og skuggamynd af manni með barðastóran hatt leið yfir gluggann. Svo heyrðist skerandi öskur og hvítur vökvi vætlaði undan hurðinni. *sigurkufl: himna eða belgur sem umlykur fóstur í móðurkviði

31 Myndagáta _________________ _______ ________________________________ Veldu einn af draugunum og láttu hann segja frá sér í 1. persónu (ég – frásögn). Settu þig í spor draugsins, segðu frá útliti þínu og hvernig þér líður. Hvað finnst þér skemmtilegt/leiðinlegt? Ég heiti _______________________ og er _____________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ -ir -ur + a

32 Af hverju er betra að mati skáldsins að ljóð séu stutt? Stúfhenda Ljóð geta verið margvísleg. Sum ríma en önnur ekki. Sum eru löng en önnur eru stutt. Ljóðið hér að neðan heitir Stúfhendan og er líka stúfhenda af því hvert erindi er svo stutt, einungis tvær línur. Jólasveinninn heitir Stúfur af því hann er svo stuttur, það sama á við um stúfhenduna. Lesið ljóðið, fyrst í hljóði en svo upphátt fyrir félaga. Lesið fyrri línuna hægt og skýrt en seinni línuna hraðar. Leggið áherslu á stuðlana í lestrinum. Stúfhendan Stúfhendan er stutt og sýnir styrk og kjark, hittir eins og ör í mark. Ef þig langar eitthvert sinn að yrkja ljóð stúfhendan er stutt og góð. Kvæði eru oftar lærð og oftar flutt eftir skáld sem yrkja stutt. Margt eitt skáldið matarlaust og mjótt og svangt yrkir bara allt of langt. Davíð Þór Jónsson Búið er að strika undir stuðlana í ljóðinu. Allir sérhljóðar (a, e, o …) stuðla saman og allir samhljóðar (t, n, k, m …) stuðla saman.

33 Samheiti Finnið orð sem merkja það sama og skrifið á línurnar. Orðin koma öll fyrir í ljóðinu. vísa: _________________ hugrekki: _________________ magurt: _________________ píla: _________________ hungrað: ________________ semja: _________________ Hér er önnur stúfhenda. Strikið undir stuðlana. Þeir eru 3 í fyrri línunni en 2 í þeirri seinni. Út í geiminn ákaft leita augu mín. Hvað er það, sem þarna skín? Jóhannes úr Kötlum Prófið að yrkja stúfhendu. • Gerið fyrst uppkast á blaði. Sýnið kennaranum ykkar og fáið álit. • Skrifið svo stúfhenduna ykkar í reitinn hér fyrir neðan og lesið hana upp fyrir félaga.

34 Hvaða fjöll þekkir þú? Ræddu við félaga og nefndu eins mörg fjöll og þú getur. Lestu síðan textann en þar segir frá draumi þar sem nokkur íslensk fjöll spjalla saman og segja frá sjálfum sér. Fjallaþing Eina nóttina dreymdi mig undarlegan draum. Mér fannst ég sitja á grænum hól og umhverfis mig lágu fjöll í öllum stærðum og gerðum. Sum voru bláleit, önnur brún og nokkur grá. Mér fannst eins og þau horfðu á mig sposk á svip og ekki varð ég minna hissa þegar þau byrjuðu allt í einu að tala. – Velkomin á fjallaþing, sagði form-fagurt og tígulegt fjall klingjandi röddu. Ég heiti Herðubreið og er í Ódáðahrauni. Ég verð fundarstjóri hér í dag og er nú eiginlega sjálfskipuð í þetta hlutverk þar sem ég er jú kölluð drottning íslenskra fjalla. Listamenn elska að mála mína sextán hundruð, áttatíu og tveggja metra háu fegurð, sagði Herðubreið brosandi og hagræddi móbergsstöpunum á kollinum á sér. – Á dagskrá þingsins í dag er mjög brýnt mál. Ég hef fengið beiðni frá hinum sextán hundruð sextíu og sex metra háa sunnlenska Eyjafjallajökli um að fá að gerast meðlimur í okkar íslensku fjallahirð. Hann segist vera eldkeila og vera hærri en flest okkar. Svo er hann líka frægur úti í heimi þar sem hann hefur haft áhrif á flugsamgöngur milljóna manna. Nú langar mig að heyra ykkar álit á þessari beiðni.

35 ég held það þýði það þýðir 1. sposk: ______________________ ______________________ 2. hagræddi:______________________ ______________________ 3. brýnt: ______________________ ______________________ 4. beiðni: ______________________ ______________________ Búið til spurningar sem passa við svörin. Munið eftir spurningarmerki. 1. _____________________________________________________________ Svar: Hún hefur verið kölluð drottning íslenskra fjalla. 2. _____________________________________________________________ Svar: Af því að hann hafði áhrif á flugsamgöngur. 3. _____________________________________________________________ Svar: Hann er 1666 metra hár. 4. _____________________________________________________________ Svar: Hún er í Ódáðahrauni. Skoðið grænlituðu orðin í textanum um fjöllin. Skrifið fyrst hvað þið haldið að orðin merki og flettið þeim síðan upp í orðabók.

36 Langt og litfrítt fjall bað kurteislega um orðið. – Háttvirtu fjallafélagar. Esja heiti ég og er borgarfjall Reykvíkinga. Ég er ekki eldfjall heldur blágrýtisfjall og er auk þess mun lægri en Eyjafjallajökull eða níu hundruð og fjórtán metrar á hæð. En ég er það fjall sem flestir Íslendingar hafa gengið á og á hverjum degi iða ég af lífi. Ég hef ekkert á móti því að Eyjafjallajökull gangi í okkar lið en þá verður hann bara að hætta að vera jökull. – Hætta að vera jökull? greip afar hávaxið og snjóbarið fjall fram í. Það finnst mér nú ansi ósvífin* bón. Ég er langhæsti tindur Íslands og á heimkynni mín á stærsta jökli Evrópu, sjálfum Vatnajökli. Mér finnst sko meira en sjálfsagt að hann Eyjó vinur minn fái að ganga í lið með okkur enda nær hann mér ekki nema í öxl þar sem ég er um tvö þúsund eitt hundrað og tíu metra hár. – Æi Hvannadalshnúkur, þarftu alltaf að monta þig af því að vera stærstur? dæsti* fjall sem leit út eins og bátur á hvolfi. Sú var tíðin að nafn mitt var á hvers manns vörum og ég talin vera inngangurinn inn í sjálft helvíti. Ég heiti Hekla og er eitt þúsund fjögur hundruð áttatíu og átta metra há eldkeila á Suðurlandi. Ég er enn að hækka og mun verða miklu stærri í framtíðinni svo þú skalt bara hafa þig hægan þarna montrassinn þinn. Fjöllin hafa vakað í þúsund ár söng Bubbi Morthens en söguhetjan okkar sefur enn og dreymir um fjöllin. Lestu textann og strikaðu undir aðalatriðin, það sem þér finnst merkilegast. Mynd af talandi fjöllum *ósvífin: dónaleg *dæsti: andvarpaði

37 -s +a +in +ð -s Satt eða ósatt Skoðið staðreyndirnar og merkið S eða Ó eftir því hvort þær eru sannar eða ósannar. 1. ________ Esjan er eldfjall. 2. ________ Eyjafjallajökull er hærri en Hvannadalshnúkur. 3. ________ Esjan er fjölfarnasta fjall landsins. 4. ________ Sagt var að í Heklu væri inngangur í himnaríki. 5. ________ Hvannadalshnúkur er í Vatnajökli. Búið til ykkar eigin spurningar út frá þeim aðalatriðum sem þið strikuðuð undir í textanum. Svarið spurningunum sjálf eða fáið félaga til að svara. 1. _____________________________________________________________ Svar: _________________________________________________________ 2. _____________________________________________________________ Svar: _________________________________________________________ 3. _____________________________________________________________ Svar: _________________________________________________________ Myndagáta ___________ __________ __________ __ ____________ _____

38 Hér er þriðji hluti draumsins um fjallaþingið. Fjöllin halda áfram að metast og telja upp hæfileika sína og helstu einkenni. – Svona svona, Hekla mín, ekki æsa þig, hvíslaði lítið strýtulaga móbergsfjall. Það getur komið af stað gosi á Suðurlandi og við nennum ekki að eyðileggja svona fallegan sólardag í öskuregni. Ég er ekki nema þrjú hundruð sjötíu og níu metra hár en ég þekkist auðveldlega og hef vísað sjómönnum á Reykjanesi veginn í siglingum. Svo hér sannast það að margur er knár þó hann sé smár. – Já, Keilir minn, ég skal róa mig, muldraði Hekla. Ég er drottning íslenskra eldfjalla en hef samt ekki gosið síðan árið 2000 svo þú sérð hvað ég er orðin stillt. – Iss, það er miklu lengra síðan ég gaus síðast, hnussaði í fjalli sem lá falið undir Mýrdalsjökli. Katla heiti ég og hef nú legið í dvala síðan árið 1918 og ekki einu sinni nennt að skríða undan þessum fjórtán hundruð og fimmtíu metra háa jökli sem liggur á mér. Ég er hlynnt því að leyfa Eyjafjallajökli að slást í hópinn, sagði Katla. Hann fær mig kannski til að skella í eitt kröftugt og gott Kötlugos. Svo byrjaði hún að hlæja, fyrst lágt og djúpt en fyrr en varði rak hún upp hvellan og stríðnislegan hlátur. Hin fjöllin tóku undir og þarna sat ég og hlustaði á fjöllin hlæja svo undir tók í björgunum. Lengri varð draumurinn ekki en ég kem alveg af fjöllum með hvað hann þýðir. Hvað heldur þú? Hvað merkir orðtakið að koma af fjöllum?

39 Rifjið upp textann um fjallaþingið. Finnið aðalatriðin og fyllið inn í töfluna. Hæð Tegund Staðsetning Katla 1450 metrar Esja Hekla Keilir Móbergsfjall Herðubreið Hvannadalshnúkur Eyjafjallajökull Á Suðurlandi Skoðið myndina. Hvaða fjall er lægst? Hvaða fjall er hæst? Skrifið heiti fjallanna í reitina.

40 Í hvaða stjörnumerki ert þú? En félagi þinn? Margir hafa gaman af því að spá og spekúlera hvaða eiginleikar einkenna hvert merki. Lestu um stjörnumerkin og mátaðu hvort lýsingin passar við þig eða fólk sem þú þekkir. Stjörnumerki 22. des. – 19. jan. 21. maí – 21. júní 20. apríl – 20. maí 21. mars – 19. apríl 19. feb. – 20. mars 20. jan. – 18. feb. Steingeit er iðjusöm og skipulögð. Hún setur sér markmið og vinnur vel til að ná þeim. Steingeitur eru þolinmóðar og metnaðargjarnar, trygglyndar og standa við orð sín. Vatnsberi er sjálfstæður og fer sínar eigin leiðir. Hann er ævintýragjarn, þolir ekki óréttlæti og berst fyrir minni máttar. Vatnsberar verða oft miklir vísindamenn. Fiskur er víðsýnn og nægjusamur, hann nýtir hlutina vel. Fiskar eru rómantískir og dreymir dagdrauma. Þeir eru hjartahlýir og hjálpsamir og eiga marga vini. Hrútur er hvatvís og fljótur að bregðast við. Hrútar elska íþróttir, helst ef í þeim felst hraði, hreyfing og líkamleg snerting. Þeim leiðist að sitja kyrrir. Naut er orðheldið, þolinmótt, traust og með einstaklega gott minni. Naut elska sætindi og góðan mat. Þau hafa næmt auga fyrir fegurð og listum. Tvíburi er alltaf á ferð og flugi, talar mikið og þá gjarnan með miklum látum og leikrænum tilburðum. Tvíburar eru fjölhæfir, greindir og fljótir að hugsa.

41 22. nóv. – 21. des. 24. okt. – 21. nóv. 23. sept. – 23. okt. 23. ágúst – 22. sept. 23. júlí – 22. ágúst 22. júní – 22. júlí Krabbi er trygglyndur, viðkvæmur og tilfinninganæmur. Hann vill að öllum í kringum hann líði vel. Krabbar eru heimakærir og líður best heima hjá sér í kringum fjölskyldu og vini. Ljón eru mjög skapandi, opin, félagslynd og lífsglöð. Þau eru í eðli sínu örlát og bjartsýn og gera allt af fullum krafti. Ljón elska að vera í aðalhlutverki. Meyja er hagsýn og dugleg og vill láta verkin tala. Meyjur eru áreiðanlegar, hjálpsamar og fúsar til að vera öðrum innan handar. Vog er gædd miklum persónutöfrum. Hún er metnaðarfull og góður sáttasemjari. Vogir hafa sterka réttlætiskennd og þola illa háværar deilur og ósætti. Sporðdreki er einbeittur, tilfinningaríkur og þolgóður. Hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Sporðdrekar velja sér oft áhugamál sem einhver áhætta fylgir, til dæmis skylmingar, karate eða teygjustökk. Bogmaður hefur einlæga trú á réttlæti og sannleika. Bogmaður er lífsglaður, opinn, hreinskilinn og vinur allra. Bogmenn elska að ferðast og hafa mörg áhugamál.

42 Í textanum um stjörnumerkin koma fyrir fjölmörg lýsingarorð. Þekkið þið einhver þeirra? Tengið saman orð og orðskýringu. Nægjusamur • Sú sem er dugleg að vinna Fjölhæf • Sá sem segir það sem honum býr í brjósti Orðheldinn • Sú sem vill alltaf standa sig vel Metnaðarfull • Sú sem hefur marga hæfileika Hreinskilinn • Sá sem er ánægður með það sem hann hefur Iðjusöm • Sá sem stendur við það sem hann segir Hvað þýða orðin? Krossið við rétta lýsingu. Sá sem er lífsglaður Sú sem er trygglynd hefur ánægju af lífinu á hund sem heitir Tryggur er heilsuhraustur er trú og traust að eðlisfari er góðlyndur tryggir sig Sá sem er réttlátur Sú sem er rómantísk er beinn í baki kemur frá borginni Róm. er sanngjarn hefur háan róm, talar hátt réttir fólki hjálparhönd er ástrík og hlý Sá sem er ævintýragjarn Sú sem er sjálfstæð les Öskubusku hugsar bara um sjálfa sig prófar nýja hluti stendur ein úti í móa æfir íþróttir lætur aðra ekki hafa áhrif á sig

43 Dæmi: Hagsýnn = sá sem er skynsamur í fjármálum Gunnar var hagsýnn og lagði afmælispeningana sína í bankann. Hvatvís = fljótfær _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Örlátur = gjafmildur _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Þolgóð = gefst ekki upp _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Hér má sjá útskýringar á nokkrum lýsingarorðum. Búið til setningar þar sem þið notið grænlituðu lýsingarorðin á réttan hátt. Setningin þarf að fela í sér útskýringu á orðinu.

44 Rifjið upp textann um stjörnumerkin og reynið að finna út í hvaða stjörnumerki krakkarnir eru. Fótbolti, handbolti, körfubolti og sund eru uppáhaldsgreinarnar mínar. Í frímínútum er ég alltaf í leikjum með vinum mínum og í tímum á ég erfitt með að vera róleg í sætinu mínu. Ég er _________________________ Ég er flinkur að fara með peninga og finnst gaman að hjálpa foreldrum mínum við heimilisstörfin. Þau borga mér stundum peninga fyrir og þá set ég í baukinn minn. Ég er _________________________ Ég er fyrir spennu og dularfulla hluti. Pabbi segir að ég sé þrjósk og hætti ekki við neitt sem ég er að gera fyrr en mér tekst að klára það. Ég á afmæli seint á árinu. Ég æfi bardagaíþrótt. Ég er _________________________ Getið þið giskað á merkið mitt?

45 Veldu þér eitt stjörnumerki og búðu til gátu fyrir félaga þinn. _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ _____________________________________________________________ Ég er ___________________________________ Krossgáta 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 ➜Lárétt ➜ Lóðrétt 2. Skólinn byrjar í mínu merki 1. Afmælisdagur 6. febrúar 5. Einbeittur ofurhugi 3. Elskar sviðsljósið 7. Afmælisdagur 17. maí 4. Merki sem hægt er að vigta með 9. Vinmargur, rómantískur, hjálpsamur 5. Jólin eru í mínu stjörnumerki 11. Lífsglaður heimshornaflakkari 6. Aprílgabb 8. Fjölhæfur, klár og talar mikið 10. Finnst best að vera heima

46 1. Kastaðu teningi og farðu áfram jafn marga reiti og upp koma. 2. Þú hefur 15 sekúndur til að nefna þrjá hluti sem tengjast orðinu sem þú lentir á. 3. Ef þér tekst ekki að nefna hlutina innan tímamarka ferðu til baka á þann reit sem þú varst á. Áhöld: Teningur, spilakarlar, skeiðklukka Kastaðu aftur Draugar Kolkrabbi Gulir litir Fuglar Skordýr Stjörnumerki Jólasveinar Fjöll Rauðir litir Bíddu eina umferð Risaeðlur Gæludýr Námsgreinar Fiskar Höfuðborgir Lýsingarorð Eldhúsáhöld Grunnskólar Sagnorð Líkamshlutar Atvinna

47 Bækur Nafnorð Hljóðfæri Íþróttir Sérnöfn Ávextir Samnöfn Bíddu eina umferð Taflmenn Plánetur Lönd Fingur Álegg Moldvarpa Drykkir Grænmeti Sælgæti Blóm Rím Veður Kastaðu aftur

48 Til kennara Lesrún 2 er einkum ætluð nemendum á yngsta stigi grunnskólans en gæti einnig hentað eldri nemendum, þar á meðal þeim sem hafa annað móðurmál en íslensku. Bókinni er ætlað að mæta áherslum í aðalnámskrá um að nem-endur geti lesið mismunandi tegundir texta með gagnrýnu hugarfari og ráði yfir aðferðum og leiðum til að skilja og túlka það sem þeir lesa. Áherslur efnisins eru, eins og fram kemur í undirtitli, að lesa, skilja og læra, að staldra við þegar lesið er, ræða saman, hugsa um efnið og velta því fyrir sér. Með því móti verður lestur bæði gagnlegur og skemmtilegur. Samkvæmt aðalnámskrá felst í hug-takinu læsi bæði lestur og ritun. Í þessari bók er fyrst og fremst lögð áhersla á lesturinn, lesfærni og les-skilning. Miðað er við að nemendur æfist í að lesa mismunandi texta og fái þjálfun í að beita skipulega aðferðum til að glöggva sig á efninu, rifja það upp og draga út aðalatriði. Lögð er áhersla á að nemendur æfist í að nota aðferðir til að auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skrif-lega. Er þá átt við hugarkort, tímalínu, spurningagerð og fleira. Hugsunin að baki flestum verkefnum er að nemendur leysi þau sameigin-lega, lesi jafnvel textann til skiptis, ræði saman, velti fyrir sér helstu atriðum, persónum, söguþræði og merkingu orða og orðasambanda. Fyrirmæli í bókinni eru oftast í fleir-tölu til að undirstrika samvinnu og samræður. Það útilokar hins vegar ekki að nemendur geti unnið verkefnin hver fyrir sig ef svo ber undir. Táknmyndir eru til leiðbeiningar um það á hvern hátt verkefnin skuli unnin og eru útskýrðar fremst í bókinni. Efnið í Lesrúnu 2 er fjölbreytt; ýmiss konar fróðleikur, ævintýri, gátur og ljóð. Gengið er út frá því að nemendur séu búnir að ná töluverðri lestrarfærni. Flestir lestextar eru á vinstri blaðsíðu. Oftast er stutt kveikja efst á síðunni sem leiðir inn í textann. Þar er yfirleitt verið að hvetja til umræðna í þeim tilgangi að fá nemendur til að íhuga hvað þeir vita nú þegar um efnið. Að tengja við fyrri þekkingu auðveldar þeim að tileinka sér lestextann sem fram undan er. Á hægri blaðsíðu eru verkefni sem reyna á lesskilning með margvíslegum hætti. Nemendur nýta sér upplýsingar úr texta til að vinna verkefni og draga ályktanir. Flestar verkefnagerðir eru endurteknar nokkrum sinnum og eru svipaðar áherslur og í fyrri bók Lesrúnar. Í Lesrúnu 2 er þó aukin áhersla á að þjálfa nemendur að búa sjálfir til spurningar út frá aðalatriðum texta. Með markvissri endurtekningu ná nemendur að tileinka sér ákveðnar aðferðir og smám saman að yfirfæra á frásögn og ritun í daglegu lífi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=