Lesrún 2

30 • Hvaða vökvi gæti þetta verið? • Hvað haldið þið að hafi gerst? • Í hvað getur Þorgeirsboli breytt sér? Geta dýr verið draugar? Nú velta Óðinn og Iðunn því fyrir sér hvort dýr geti verið draugar? Hvað heldur þú? – Oh, mamma við viljum ekki fara strax í rúmið. Gátu dýr verið draugar? spurði Iðunn. – Ég man nú ekki eftir neinum nema honum Þorgeirsbola. Það var galdramaður sem hét Þorgeir, kallaður Galdra-Geiri, sem bjó til þann draug, sagði mamma og bætti við: – Hann fékk sér nýfæddan nautkálf sem hann skar upp og vakti svo upp með göldrum. Síðan setti hann í sárið átta hluti. Einn þeirra var af lofti, annar af fugli, þriðji af manni, fjórði af hundi, fimmti af ketti, sjötti af mús, sjöundi og áttundi af tveimur sjókvikindum. Þannig voru níu náttúrur bola með nautseðlinu. Bolinn gat brugðið sér í allra þessara kvikinda líki og ferðast um loft, land og sjó. Að lokum steypti Þorgeir sigurkufli* af nýfæddu barni yfir drauginn og átti hann þannig að verða ósigrandi. – Vá, þetta hefur verið algjör súperdraugur, sagði Óðinn. Hann hlýtur að vera til enn í dag, ekkert getur eytt svona draug. – Nei, hann er ekki til, þetta er bara þjóðsaga, svaraði mamma brosandi og hristi höfuðið. Skyndilega heyrðist hátt brak og trjágrein féll með skruðningum á pallinn fyrir framan sumarbústaðinn. Vindurinn baulaði hátt og skuggamynd af manni með barðastóran hatt leið yfir gluggann. Svo heyrðist skerandi öskur og hvítur vökvi vætlaði undan hurðinni. *sigurkufl: himna eða belgur sem umlykur fóstur í móðurkviði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=