Lesrún 2

36 Langt og litfrítt fjall bað kurteislega um orðið. – Háttvirtu fjallafélagar. Esja heiti ég og er borgarfjall Reykvíkinga. Ég er ekki eldfjall heldur blágrýtisfjall og er auk þess mun lægri en Eyjafjallajökull eða níu hundruð og fjórtán metrar á hæð. En ég er það fjall sem flestir Íslendingar hafa gengið á og á hverjum degi iða ég af lífi. Ég hef ekkert á móti því að Eyjafjallajökull gangi í okkar lið en þá verður hann bara að hætta að vera jökull. – Hætta að vera jökull? greip afar hávaxið og snjóbarið fjall fram í. Það finnst mér nú ansi ósvífin* bón. Ég er langhæsti tindur Íslands og á heimkynni mín á stærsta jökli Evrópu, sjálfum Vatnajökli. Mér finnst sko meira en sjálfsagt að hann Eyjó vinur minn fái að ganga í lið með okkur enda nær hann mér ekki nema í öxl þar sem ég er um tvö þúsund eitt hundrað og tíu metra hár. – Æi Hvannadalshnúkur, þarftu alltaf að monta þig af því að vera stærstur? dæsti* fjall sem leit út eins og bátur á hvolfi. Sú var tíðin að nafn mitt var á hvers manns vörum og ég talin vera inngangurinn inn í sjálft helvíti. Ég heiti Hekla og er eitt þúsund fjögur hundruð áttatíu og átta metra há eldkeila á Suðurlandi. Ég er enn að hækka og mun verða miklu stærri í framtíðinni svo þú skalt bara hafa þig hægan þarna montrassinn þinn. Fjöllin hafa vakað í þúsund ár söng Bubbi Morthens en söguhetjan okkar sefur enn og dreymir um fjöllin. Lestu textann og strikaðu undir aðalatriðin, það sem þér finnst merkilegast. Mynd af talandi fjöllum *ósvífin: dónaleg *dæsti: andvarpaði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=