Lesrún 2

34 Hvaða fjöll þekkir þú? Ræddu við félaga og nefndu eins mörg fjöll og þú getur. Lestu síðan textann en þar segir frá draumi þar sem nokkur íslensk fjöll spjalla saman og segja frá sjálfum sér. Fjallaþing Eina nóttina dreymdi mig undarlegan draum. Mér fannst ég sitja á grænum hól og umhverfis mig lágu fjöll í öllum stærðum og gerðum. Sum voru bláleit, önnur brún og nokkur grá. Mér fannst eins og þau horfðu á mig sposk á svip og ekki varð ég minna hissa þegar þau byrjuðu allt í einu að tala. – Velkomin á fjallaþing, sagði form-fagurt og tígulegt fjall klingjandi röddu. Ég heiti Herðubreið og er í Ódáðahrauni. Ég verð fundarstjóri hér í dag og er nú eiginlega sjálfskipuð í þetta hlutverk þar sem ég er jú kölluð drottning íslenskra fjalla. Listamenn elska að mála mína sextán hundruð, áttatíu og tveggja metra háu fegurð, sagði Herðubreið brosandi og hagræddi móbergsstöpunum á kollinum á sér. – Á dagskrá þingsins í dag er mjög brýnt mál. Ég hef fengið beiðni frá hinum sextán hundruð sextíu og sex metra háa sunnlenska Eyjafjallajökli um að fá að gerast meðlimur í okkar íslensku fjallahirð. Hann segist vera eldkeila og vera hærri en flest okkar. Svo er hann líka frægur úti í heimi þar sem hann hefur haft áhrif á flugsamgöngur milljóna manna. Nú langar mig að heyra ykkar álit á þessari beiðni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=