Lesrún 2

16 Feyktu mér, stormur, til fjarlægra ríkja, í frumskóginn þar sem aparnir skríkja og hegrarnir seiðandi syngja. Eða á sólríkar suðurhafseyjar að sjá hvar dansa innfæddar meyjar við sæbarða sjóræningja. Feyktu mér, stormur, langar leiðir, til landsins þar sem tígurinn veiðir, og valmúinn vex og fjólan, tíu ára snáða í tímahraki með tösku fulla af skruddum á baki sem er of seinn í skólann. Feyktu mér, stormur Strikið undir orðin sem ríma með sama lit. Nota þarf þrjá liti í hverju erindi. Ljóð má lesa og syngja á mismunandi máta. Hér fyrir neðan eru fjórar hugmyndir að upplestri. Góða skemmtun! Vélmenni Lesið ljóðið eins og vélmenni með tölvurödd. Óperusöngvari Syngið ljóðið eins og óperusöngvari. Rappari Syngið ljóðið eins og hipp hopp söngvari, ú jé! Barnahjal Lesið ljóðið fyrir smábarn sem er að fara að sofa. Feyktu mér, stormur er ljóð eftir Davíð Þór Jónsson. Lesið ljóðið fyrst í hljóði og svo upphátt með félaga. Prófið að lesa línurnar til skiptis. Leggið áherslu á skýran framburð og hugsið sérstaklega um rímorðin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=