Lesrún 2

20 Teiknaðu eða skrifaðu hvað moldvarpan étur á dag til samanburðar við það sem þú borðar. Moldvarpan étur: Ég borða: Rifjaðu upp það sem þú veist um moldvörpur og ræddu við félaga. Lestu síðan áfram um moldvörpuna og strikaðu undir aðalatriðin, það sem þér finnst vera merkilegast. Meira um moldvörpur Moldvarpan er mikið átvagl. Hún étur þyngd sína á hverjum degi sem er einstakt meðal spendýra. Moldvarpa getur orðið 15 sentimetrar á lengd og 550 grömm á þyngd. Hún getur ekki verið án fæðu lengur en í 12 klukkutíma. Í efsta sæti á matseðli hennar eru stórir og feitir ánamaðkar enda er nóg af þeirri dásemdarfæðu neðanjarðar. Annars étur hún líka köngulær, grasmaðka og þúsundfætlur. Moldvörpur lifa ekki á Íslandi en eru algengar víða um heim. Það er ekki vinsælt að fá moldvörpu í garðinn sinn. Á augabragði er hún búin grafa göng um allan garð og skilja eftir sig ótal moldarhrúgur. Áður fyrr lagði fólk mikla vinnu í að losna við moldvörpur en nú hefur komið í ljós að þær bæta jarðveginn með gangagerð sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=