Lesrún 2

6 Geimverurnar mættar aftur Þú manst ef til vill eftir ævintýri systranna Gyðu og Gróu þegar geimverur lentu í garðinum þeirra. Síðan soguðust geimverurnar skyndilega inn í myndabók. Hvað skyldi hafa orðið af þeim? Ræddu um það við félaga og lestu síðan fyrsta kafla sögunnar. Af hverju var Gróa áhyggjufull? Haldið þið að þessi frásögn gæti verið sönn? Af hverju? Af hverju ekki? Geimverurnar 1 Gyða og Gróa trúðu varla sínum eigin augum. Hvað hafði eiginlega gerst? Fyrir augnabliki voru þrjár geimverur í heimsókn hjá þeim að skoða húsið þeirra en nú virtist sem þær hefðu sogast inn í stóra bók sem lá á gólfinu. Gyða tók upp bókina og blaðaði í henni. Það voru fjölmargar myndir af geimverunum á hverri blaðsíðu. Á fyrstu síðunum mátti sjá þær á flugi í geimskipinu sínu. Síðan komu myndir frá því þegar þær lentu á jörðinni og hittu Gyðu og Gróu. Að lokum var þessi undarlega mynd af þeim þar sem þær höfðu sogast inn í bókina. – Hér er mynd af mynd af geimverum í myndabók, sagði Gróa og benti með vísifingri á myndina. Gyða kinkaði kolli áhyggjufull. – Við verðum að hjálpa þeim út. – Hvernig gerum við það? spurði Gróa. Það er eins og verurnar séu í álögum og það er erfitt að leysa einhvern úr álögum. Við getum ekki fundið prins til að kyssa myndina eða galdrakarl til að hókusapókusa. Gyða klóraði sér í höfðinu og skyndilega var eins og kviknaði á perunni. – Ég veit! Við LEYSUM þær ekki úr álögum, við LESUM þær úr álögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=