Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

Vinnubók í lífsleikni Ertu?

ISBN 978-9979-0-2909-0 © 2009 Aldís Yngvadóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir © 2009 teikningar Rán Flygenring Gerð bókarinnar var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna Umbrot: Námsgagnastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. SVANSMERKIÐ Prentgripur 1234 5678 1. útgáfa 2009 2. útgáfa 2009 önnur prentun 2010 þriðja prentun 2012 fjórða prentun 2013 fimmta prentun 2015 sjötta prentun 2017 sjöunda prentun 2017 áttunda prentun 2019 níunda prentun 2020 tíunda prentun 2021 ellefta prentun 2022 tólfta prentun 2023 3. útgáfa 2023 Menntamálastofnun Kópavogi Ertu? Vinnubók í lífsleikni Efnisyfirlit Sjálfsþekking – kemur sér vel . . . . . . . . . . . 1 Svonaerég...............2 Gildi – hvað er mikilvægt? . . . . . . . . . 3 Eldgos . . . . . . . . . . . . . . . . .4 Sjálfsmyndmín.............5 Hvað er mikilvægt í fari vinar? . . . . . . . . 6 Hæfileikarmínir. . . . . . . . . . . . . 7 Hvertstefniég?. . . . . . . . . . . . . 8 Aðhafatrúásér. . . . . . . . . . . . .9 Þessar óútreiknanlegu tilfinningar . . . . . . . . 10 Hvaðertilfinning? . . . . . . . . . . . .10 Gleði . . . . . . . . . . . . . . . . .11 Reiði . . . . . . . . . . . . . . . . .12 Aðtjáreiði...............13 Meiraumreiði.............14 Ég-boð – góð aðferð til að tjá tilfinningar . . . 15 Aðhugsajákvætt. . . . . . . . . . . . 18 Samskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Virðing – sjálfsvirðing . . . . . . . . . . . 20 Vogarskál virðingar . . . . . . . . . . . 21 Aðhlusta...............23 Að vera góður hlustandi . . . . . . . . . 24 Aðtjásig...............25 Vinirogvinátta . . . . . . . . . . . . .26 Virðing og traust í vináttu og samskiptum . . . 27 Taktupúlsinnhjáþér . . . . . . . . . . .28 Þú tilheyrir samfélagi . . . . . . . . . . . . . 29 Réttindiogskyldur. . . . . . . . . . . .30 Ábyrgð . . . . . . . . . . . . . . . .31 Hversu ábyrg/ábyrgur/ábyrgt ertu? . . . . . 32 Kennsluleiðbeiningar eru á vef Menntamálastofnunar

1 Orðaforði Sjálfsþekking Gildi Eiginleiki Sjálfsmynd Sjálfstraust Markmið Hve oft hefur þú spurt þig spurningarinnar „Hver er ég?“ Hve vel þekkir þú sjálfa/sjálfan/sjálft þig? Hvaða mynd hafa aðrir af þér? Sjálfsþekking – kemur sér vel Grískir heimspekingar til forna áttuðu sig á því að ein af forsendum þess að lifa góðu lífi væri sú að þekkja sjálfan sig. Þetta var fyrir um 2000 árum og þessi speki er enn í fullu gildi. Sjálfsþekking felur í sér að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum og veikleikum, vita hvert þú stefnir, þ.e. hvaða markmið þú hefur og hvaða gildi og viðmið þú hefur í lífinu. Sjálfstraust tengist sjálfsþekkingu sterkum böndum og felur í sér að hafa trú á sér og tilfinningu fyrir því að geta og kunna.

2 Svona er ég Ég er … vingjarnleg vingjarnlegur vingjarnlegt stolt stoltur hamingjusöm hamingjusamur hamingjusamt sjálfsörugg sjálfsöruggur sjálfsöruggt glaðsinna skemmtileg skemmtilegur skemmtilegt ábyrg ábyrgur ábyrgt hjálpsöm hjálpsamur hjálpsamt einmana afbrýðisöm afbrýðisamur afbrýðisamt hugrakkur hugrökk hugrakkt samvinnufús samvinnufúst feimin feiminn feimið klaufi svartsýn svartsýnn svartsýnt klár klárt listræn listrænn listrænt árásargjörn árásargjarn árásargjarnt heilbrigð heilbrigður heilbrigt vinsæl vinsæll vinsælt trausts verð trausts verður trausts vert tillitsöm tillitsamur tillitsamt réttsýn réttsýnn réttsýnt áhyggjufull áhyggjufullur áhyggjufullt húmoristi döpur dapur dapurt reiðigjörn reiðigjarn reiðigjarnt samviskusöm samviskusamur samviskusamt áreiðanleg áreiðanlegur áreiðanlegt dugleg duglegur duglegt jákvæð jákvæður jákvætt löt latur latt stundvís stundvíst keppnismanneskja Annað: _______________________ Annað: _______________________ Lýstu eiginleikum þínum með því að draga hring utan um þau orð sem eiga við um þig. Hafðu heiðarleika og raunsæi að leiðarljósi.

3 Gildi – hvað er mikilvægt? ____ að hjálpa öðrum ____ auður ____ ást ____ félagslíf ____ fjölskyldan ____ frelsi ____ frægð ____ færni ____ gleði ____ góðar einkunnir ____ góðir vinir ____ hamingja ____ heiðarleiki ____ heilsa ____ hreint og ómengað umhverfi ____ jafnrétti ____ málfrelsi ____ menntun ____ peningar ____ reisn ____ réttlæti ____ skjól ____ sköpunarkraftur ____ starfsframi ____ trú ____ velgengni ____ vinsældir ____ virðing ____ viska ____ völd ____ þroski ____ öruggt umhverfi Liður í sjálfsþekkingu er að gera sér grein fyrir gildum sínum. Forgangsraðaðu einhverjum tíu gildum á listanum hér fyrir neðan með því að skrifa 1 við það sem þér finnst mikilvægast, 2 við það sem er næstmikilvægast að þínu mati o.s.frv. Merktu svo við fimm önnur gildi sem þér finnst ekki mikilvæg eða hafa minnst vægi. Merktu það sem hefur allra minnsta þýðingu að þínu mati með –5 (mínus 5), næsta –4 o.s.frv.

4 Eldgos Settu þig í spor fólksins á Heimaey þegar eldgosið varð þar árið 1973. Allir, þar á meðal þú, verða að yfirgefa eyjuna í skyndi. Bátar og skip bíða í höfninni til að flytja alla til lands. Enginn veit hvort hægt verður að snúa til baka. Þú hefur rétt tíma til að taka með þér átta hluti sem eru mikilvægir í þínum huga. Hvaða hluti myndir þú taka? 1. _________________________________ 5. _________________________________ 2. _________________________________ 6. _________________________________ 3. _________________________________ 7. _________________________________ 4. _________________________________ 8. _________________________________ En svo er tilkynnt að það sé takmarkað pláss um borð í bátum og skipum og því geti hver og einn aðeins haft með sér fjóra hluti. Hvað myndir þú þá taka með þér? 1. _________________________________ 3. _________________________________ 2. _________________________________ 4. _________________________________ Segðu hvers vegna þú velur þessa fjóra hluti. ______________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Berðu nú blaðið saman við blað hjá félaga og kannið hvað er líkt og ólíkt með svörunum. Hvernig hjálpaði þetta verkefni þér til að gera þér grein fyrir gildum þínum? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvers vegna velur fólk ólíka hluti? ________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

5 Sjálfsmynd mín Sjálfsmynd okkar byggist meðal annars á því hvernig við sjáum eða upplifum okkur sjálf og hvaða augum aðrir líta okkur. Öll viljum við að ímynd okkar sé jákvæð í hugum annarra. Til að stuðla að því þurfum við að huga að því sjálf, til dæmis með því að hugsa um okkur sjálf á jákvæðan hátt. Hugsaðu um þig á jákvæðan hátt með því að fylla í hjartahólfin þín. Skráðu í efra hólfið vinstra megin eitthvað sem þú ert góð/góður/gott eða fær/fært í. Skrifaðu þau gildi sem þér finnst mikilvægust og þú myndir aldrei víkja frá í efra hólfið hægra megin. Í neðra hólfið vinstra megin skaltu segja frá einhverju takmarki sem þú hefur sett þér. Í neðra hólfið hægra megin skaltu segja frá þeim eiginleikum sem aðrir kunna að meta í fari þínu. Hvernig myndir þú vilja að aðrir lýstu þér? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

6 Hvað er mikilvægt í fari vinar? Skráðu tíu atriði. 1. _________________________________ 6. _________________________________ 2. _________________________________ 7. _________________________________ 3. _________________________________ 8. _________________________________ 4. _________________________________ 9. _________________________________ 5. _________________________________ 10. _________________________________ Hvað segja þessi atriði sem þú skráðir um sjálfa/sjálfan/sjálft þig og gildi þín? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvað metur þú mest í fari vinar? Nefndu tvö til þrjú mikilvægustu atriðin. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ef þú ættir að lýsa sjálfri/sjálfum/sjálfu þér sem vini með einu orði hvaða orð væri það? ______________________________________________________________________________ Hvernig myndir þú lýsa sjálfri/sjálfum/sjálfu þér? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvernig myndu aðrir lýsa þér? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Botnaðu setninguna. Vinátta er eins og … ________________________________________ ______________________________________________________________________________

7 Hæfileikar mínir Nefndu þrennt sem þér finnst þú gera vel. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Nefndu þrennt sem aðrir hafa sagt að þú gerir vel. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvaða sviði eða sviðum finnst þér hæfileikar þínir tengjast? Merktu við eitt eða fleiri atriði. ❑ Tónlist ❑ Dýrum og náttúrunni ❑ Tungumálum ❑ Samskiptum við aðra ❑ Stærðfræði og rökhugsun ❑ Sjálfstæðri vinnu ❑ Dansi, íþróttum og hreyfingu ❑ Því að vinna með höndunum Segðu frá því hvernig þig langar að nýta hæfileika þína í námi og síðan í starfi. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Í hverju myndir þú vilja verða betri? ______________________________________________ Hvað getur þú gert til að svo verði? ______________________________________________ ______________________________________________________________________________

8 Hvert stefni ég? Talið er að meiri líkur séu á að markmið sem við setjum okkur nái fram að ganga ef við skráum þau niður. Skráðu eitt markmið sem þú hefur sett þér. _______________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Áfangar á leið að markmiðinu, hverjir eru þeir? 1. ____________________________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________________________ 3. ____________________________________________________________________________ Hvernig ætlarðu að fagna þegar markmiðinu er náð? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Fleiri markmið? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

9 Að hafa trú á sér Stór þáttur í sjálfstrausti er að trúa því að þú getir tekist á við flesta hluti og hafir hæfileika og jafna möguleika og aðrir til að áorka einhverju eða koma í verk. Margt íþróttafólk notar sjálfshvatningu á borð við orðin „ég get þetta“ eða „ég skal ná þessu“. Komdu þér upp þínum eigin hvatningarorðum, a.m.k. fimm. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Búðu til kynningu um þig (þú gætir haft auglýsingagerð í huga). Notaðu hvern þann miðil sem þú vilt og byrjaðu á að gera uppkast og lýsingu hér á blaðið.

10 Hvað er tilfinning? Þetta er erfið spurning og allt í lagi þó þú getir ekki svarað henni hér og nú. Hugleiðingar um spurninguna og svarið við henni er kannski nóg til að byrja með. Í Íslenskri orðabók (2002) er orðið tilfinning skilgreint í fyrsta lagi sem líkamsskyn sem nemur t.d. sársauka, hita, kulda og snertingu, í öðru lagi skynjun eða hugboð og í þriðja lagi geðhrif eða kennd. Það er aðallega í ljósi þriðju merkingarinnar sem við skoðum tilfinningar í þessu lífsleikniefni. Tilfinningar hafa mjög mikil áhrif á hugsanir okkar og hegðun og þar með á allt okkar líf. Þetta hefur komið betur og betur í ljós hin síðari ár og má m.a. rekja til rannsókna á starfsemi heilans en þar eiga tilfinningar upptök sín. Fólk bregst á ólíkan hátt við sömu tilfinningum vegna þess að það hefur að baki ólíka reynslu, kemur úr ólíku umhverfi eða jafnvel menningu og hefur mismikið sjálfstraust. Orðaforði ■ Tilfinningar ■ Jákvæðar tilfinningar Nefndu a.m.k. tíu orð yfir tilfinningar. 1. _________________________________ 6. _________________________________ 2. _________________________________ 7. _________________________________ 3. _________________________________ 8. _________________________________ 4. _________________________________ 9. _________________________________ 5. _________________________________ 10. _________________________________ Flokkaðu orðin eftir því hvort þau lýsa jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum. _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ _________________________________ ■ Neikvæðar tilfinningar ■ Merki um gleði ■ Ég-boð ■ Reiðimerki ■ Að hugsa jákvætt Þessar óútreiknanlegu tilfinningar Jákvæðar Neikvæðar

11 Gleði Flestir eru sammála um að gleði sé jákvæð tilfinning sem skapar vellíðan og öryggi. Það getur verið einstaklingsbundið hvað gleður hvert og eitt okkar þótt vissir hlutir gleðji flesta. Nefndu a.m.k. fimm atriði sem gleðja þig. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvernig getur þú glatt aðra? Nefndu þrjú dæmi. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Segðu frá atviki þar sem þú gladdir einhvern. Ef þér kemur ekkert til hugar máttu líka segja frá því hvernig þú ætlar þér að gleðja einhvern vin eða ættinga. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Rifjaðu upp atvik þar sem einhver gladdi þig með einhverju sem viðkomandi sagði eða gerði. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvernig sérðu á öðrum að þau eru glöð? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Lýstu því hvernig þér líður innra með þér þegar þú ert glaður/glöð/glatt. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

12 Reiði Reiði og ótti eru oft taldar vera áköfustu eða sterkustu tilfinningar manneskjunnar því þær kalla oft fram frumstæð viðbrögð sem eiga ekkert skylt við skynsemi eða umhugsun. Sumir fræðimenn telja að þetta megi rekja til arfleifðar okkar frá frummönnum, sem lifðu við allt aðrar aðstæður en nútímamaðurinn, þar sem ótti og skyndiviðbrögð við honum gátu skilið milli lífs og dauða í baráttu við dýr og óblíða náttúru. Reiði er eðlileg mannleg tilfinning og nú á tímum þykir sjálfsagt að kunna að hafa stjórn á reiði sinni. Reiði getur stundum verið jákvætt afl, til dæmis ef hún verður til þess að knýja fram réttlæti eða úrbætur þegar einhver er misrétti beittur. Þekkir þú reiðimerki þín? Merktu við þau atriði sem þú finnur fyrir þegar þú reiðist. ❑ Roði í kinnum ❑ Ógnandi stellingar ❑ Spenntir vöðvar ❑ Hjartsláttur ❑ Fiðringur/ hnútur í maga ❑ Krepptir hnefar ❑ Sviti ❑ Samanbitnar tennur ❑ Skjálfti Annað, hvað? _________________________________________________________________ Reiðimerkin eru vísbending um reiði þína og að þú þurfir að hafa stjórn á henni. Gerðu grein fyrir einhverju þrennu sem helst reitir þig til reiði. 1. ____________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 3. ____________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

13 Að tjá reiði Hvernig tjáir þú reiði þína? A Með því að ráðast B Með því að C Með ákveðni á hinn aðilann byrgja hana inni ■ Þú krefst réttar þíns án þess ■ Þú byrgir reiði þína inni ■ Þú stendur fast á rétti að huga að rétti annarra. og tekur ekki á málinu. þínum en tekur um leið ■ Þú særir aðra annaðhvort ■ Þú hefur sterka þörf fyrir tillit til réttar hins/hinna. andlega eða líkamlega. að hefna þín. ■ Þú tjáir reiði þína hreint út ■ Þú ásakar aðra. ■ Þú talar ekki við hinn aðilann, og án þess að hóta hinum breiðir út sögusagnir um sem hlut á/eiga að málinu. hann eða skemmir eigur hans. Hvaða flokki tilheyrir þú helst, A, B eða C? ______ Hvaða flokkur heldur þú að sé heilladrýgstur? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvers vegna? _________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvernig myndir þú tjá reiði þína miðað við flokkana þrjá við mismunandi aðstæður? Krossaðu yfir viðeigandi reit. Heima við foreldra Í skólanum við kennara A B C A B C Heima við systkini Í skólanum við bekkjarfélaga A B C A B C Með vinum Í tómstundahópnum A B C A B C

14 Meira um reiði Segðu frá aðstæðum eða atburði þar sem þú varðst ofsalega reið/reiður/reitt. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hverjar af eftirtöldum aðferðum hefðir þú getað notað til að róa þig niður við aðstæðurnar sem þú lýstir? ■ Telja upp að tíu í huganum. ■ Segja við sjálfa/sjálfan/sjálft mig: „Róa sig – róleg/rólegur/rólegt – hugsaðu málið“. ■ Fara í burtu – yfirgefa staðinn ef aðstæðurnar voru ógnandi eða hættulegar. ■ Draga djúpt andann og segja við sjálfa/sjálfan/sjálft mig: „Þetta er ekki þess virði að æsa sig yfir“. Hvað gætirðu sagt fleira við þig í huganum til að róa þig niður? Skrifaðu það í talblöðruna. Hvaða ókosti kemurðu auga á sem gætu verið samfara því að reiðast? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

15 Ég-boð – góð aðferð til að tjá tilfinningar Ef til vill hefur þú þegar lært að nota svokölluð ég-boð til að tjá bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Hvort heldur sem er væri ekki úr vegi að fara stuttlega yfir hvað felst í ég-boðum. Þau geta verið sérlega áhrifarík í samskiptum, einkum til að bregðast við í aðstæðum þar sem þér er ögrað á einhvern hátt. Með því að nota ég-boð sýnir þú ákveðni. Dæmi: Besta vinkona þín hlær alltaf með hinum í bekknum þegar þeir eru að gera grín að þér. Ég-boð: „Þegar þú hlærð svona að mér með öllum hinum verð ég rosalega sár vegna þess að mér finnst að vinir eigi að standa saman. Ég myndi vilja að þú slepptir því að hlæja að mér og sýndir þeim þannig að þú stæðir með mér.“ Ég-boðin ganga sem sagt út á að segja hvernig þér líður þegar einhver gerir á þinn hlut en ekki að ásaka viðkomandi. Það er þá hegðunin en ekki sjálf persónan sem þú gagnrýnir. Þetta er mikilvægt atriði til að brjóta ekki niður sjálfstraust þess sem gerir á þinn hlut. Æfðu þig í að bregðast við eftirfarandi aðstæðum með ég-boðum. 1. Bróðir þinn fær lánaðar gallabuxurnar þínar án þess að spyrja þig um leyfi. Þegar þú _____________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ verð ég ______________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ vegna þess að _________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ég myndi vilja _________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ég-boð í hnotskurn: Þegar þú … verð ég / finnst mér … vegna þess að … Ég myndi vilja …

16 2. Tveir vinir þínir eru að baktala þig við einn úr hópnum. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 3. Í hvert sinn sem kennarinn segir frá þegar þú færð háa einkunn á prófi kalla nokkrir bekkjarfélagar þínir þig alltaf „nörd“ eða „proffa“. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 4. Vinkona þín fær lánaðan rosaflottan penna hjá þér og þegar hún skilar honum kemur í ljós að hann er bilaður ef ekki ónýtur. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 5. Þú lánar vini þínum jakka og hann týnir honum. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 6. Aðrar aðstæður sem þér detta í hug. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Ég-boð í hnotskurn: Þegar þú … verð ég / finnst mér … vegna þess að … Ég myndi vilja …

17 Hér eru nokkur ráð um hvernig þú getur hunsað þann sem „böggar“ þig. Þú getur: ■ Farið í burtu. ■ Látið sem ekkert sé. ■ Horft í aðra átt. ■ Látið sem þú hafir öðrum hnöppum að hneppa. Og að síðustu … húmor getur verið ótrúlega áhrifaríkur í ýmsum aðstæðum, t.d. ef einhver segir við þig: „Þú ert svo vitlaus,“ svarar þú: „Það er rétt hjá þér, ég er vitlaus,“ og gengur í burtu. Mundu, hér ert það þú sem hefur stjórn á aðstæðum og það er það sem máli skiptir. Skoðum nú ég-boð við jákvæðar aðstæður. Dæmi: Pabbi þinn eldaði uppáhaldsmatinn þinn einmitt þegar þig vantar einhverja upplyftingu. Þegar þú eldaðir þennan frábæra mat, pabbi, varð ég eitthvað svo miklu hressari í skapinu og leið miklu betur vegna þess að ég fann hvað ég á gott að eiga góða að. Þín eigin dæmi: ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Til hvers finnst þér tilfinningar vera? Hvað finnst þér gott við þær eða erfitt? Skrifaðu hugmyndir þínar og deildu svo því sem þú skrifaðir með einum félaga. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________

18 Að hugsa jákvætt Jákvæðar hugsanir og jákvætt hugarfar getur hjálpað til við að glíma við ýmsa erfiðleika og erfiðar aðstæður. Fylltu inn í hugsunarblöðrurnar með jákvæðum hugsunum (eitthvað jákvætt, uppbyggilegt sem þú segir við sjálfa/sjálfan/sjálft þig um hverjar aðstæður). Besta vinkona þín flytur til útlanda. Þú færð ekki að sitja hjá besta vini þínum. Liðið þitt tapaði úrslitaleik og þið urðuð af fyrsta sætinu. Þú fékkst lægra á prófi en þú hafðir ætlað þér. Það er fiskur í matinn og það er það versta sem þú færð. Þú varst viss um að fá uppáhaldstölvuleikinn þinn í jólagjöf en fékkst í staðinn nýja skó.

19 Sagt er að maðurinn sé félagsvera. Það þýðir að við þurfum hvert á annars félagsskap að halda til að líða vel. Við höfum þörf fyrir að eiga samskipti við aðra. Segja má að í samskiptum meðal okkar gildi nokkurs konar reglur, samskiptareglur, um það hvernig við högum okkur en miklu máli skiptir að geta átt góð samskipti við aðra. Í því felst til dæmis að kunna að hlusta, tjá sig skýrt, að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu og að sýna ábyrgð. Færni í samskiptum er mjög mikilvæg. Orðaforði ■ Samskipti ■ Virðing ■ Sjálfsvirðing ■ Að hlusta ■ Góður hlustandi ■ Tjáning Hvernig er samskiptafærni þín? Hvaða atriði í sambandi við samskiptafærni finnst þér mikilvægust í samvinnu? Samskipti ■ Tjáskipti ■ Vinir ■ Vinátta ■ Skýr skilaboð ■ Óskýr skilaboð ■ Samskiptafærni

20 Virðing – sjálfsvirðing Hvernig berð þú virðingu fyrir sjálfri/sjálfum/sjálfu þér? Nefndu a.m.k. þrjú atriði. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvers konar manneskja viltu vera? Nefndu þrennt sem þú myndir vilja að aðrir segðu um þig. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Myndir þú segja að þú hegðaðir þér í samræmi við það hvernig manneskja þú vilt verða í framtíðinni? ❑ Já ❑ Nei Útskýrðu hvers vegna eða hvers vegna ekki. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Í samskiptum er mikilvægt að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Þau sem þekkja sjálf sig vel og hafa gott sjálfstraust bera einnig virðingu fyrir sjálfri/sjálfum/sjálfu sér. Sjálfsvirðing auðveldar okkur að bera virðingu fyrir öðrum. Við berum virðingu fyrir öðrum með því að virða rétt þeirra og viðurkenna þá eins og þeir eru, hlusta á þá, sýna tillitssemi og umburðarlyndi og reyna að setja sig í þeirra spor.

21 Vogarskál virðingar Berðu virðingu fyrir öðrum? Viðurkennir þú rétt fólks til að vera eins og það er? Kemurðu fram við fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig? Kannaðu stöðu þína með því að nota sjálfsmatslistann hér á eftir. Merktu við þann svarmöguleika sem lýsir því best hvernig þú myndir bregðast við aðstæðunum. 1 Ef þú værir ný/nýr/nýtt í skólanum, hvernig myndir þú velja þér vini? A Leita uppi þá sem líktust mér bæði í útliti og því sem þeir gerðu. B Reyna að koma mér í mjúkinn hjá þeim sem væru vinsælastir. C Velja mér vini sem bera virðingu fyrir mér og vilja vera vinir mínir. 2 Ein stelpa í bekknum er oft í sömu fötunum í skólanum. Þú veist að það eru ekki til miklir peningar heima hjá henni. A Þú hlærð með hinum þegar þeir benda henni á að hún geti fengið sér eitthvað nýtt úr óskilamununum í skólanum. B Þú segir fólki að láta hana í friði, því komi ekki við í hverju hún gangi. C Þú skiptir þér ekki af henni af því að þú vilt ekki láta aðra sjá þig tala við hana. 3 Þú ert í fótbolta í frímínútum og einn úr bekknum sparkar boltanum beint í andlitið á þér. Það er sárt en það urðu engin meiðsli. A Þú hættir í leiknum og öskrar á strákinn og segir að hann hefði átt að passa sig betur. B Þú ræðst á hann því þú ert viss um að hann hafi gert þetta viljandi. C Þú fyrirgefur honum því að þetta var óviljaverk og eins og hvert annað slys. 4 Þú ert með hópi krakka í frímínútum og ein stelpa er að gera grín að innflytjendum frá öðrum heimshluta og stelpa í skólanum sem kemur einmitt þaðan heyrir það. A Þú tekur undir og hlærð með. B Þú segir eitthvað annað í sama dúr og allir hlæja. C Þú hlærð ekki og segir krökkunum að vera ekki með svona kynþáttafordóma. 5 Bekkjarfélagi þinn á við offituvanda að stríða og er mikið strítt. A Þú hvíslar einhverju kvikindislegu um bekkjarfélagann að vinkonu þinni og þið hlæið báðar. B Þú uppnefnir hann með hinum þegar hann heyrir ekki til. C Þú tekur ekki þátt í slíku því að þér finnst rangt að dæma fólk eftir útlitinu. 6 Stelpa í bekknum hellir óvart niður fullu glasi af vatni í hádegismatnum og það fer yfir fullan diskinn þinn og á buxurnar þínar sem verða rennblautar. A Þú öskrar á hana og kallar hana klaufa. B Þú segir bara úps, nærð í tusku og hjálpar henni að þurrka upp bleytuna. C Þú lætur sem ekkert sé, grettir þig aðeins, ferð með diskinn þinn, færð þér nýjan skammt og finnur þér annað sæti. 7 Þið vinkonurnar eruð að tala saman og hlæja í tíma. Kennarinn var búinn að biðja ykkur að hafa hljóð en þið gegnið ekki. Þá rekur hann ykkur út. A Þið gegnið og farið fram og notið tímann til að velta fyrir ykkur hvað þið eigið að segja til að biðja afsökunar. B Þið gangið út og skellið hurðinni á eftir ykkur. C Þið gangið út og hugsið hvað þessi kennari sé óþolandi og hvernig þið getið náð ykkur niður á henni/honum í næsta tíma. 8 Þið eruð í kýló í leikfimi og einn úr þínu liði er ekki flinkur að kýla boltann. A Þú segir honum að hundskast til að reyna almennilega ef hann ætli sér að vera í liðinu. B Þú segir svo allir heyri, kanntu ekki að kýla eða hvað? C Þú hvetur hann og segir honum að þetta gangi bara prýðilega hjá honum.

22 Taktu saman stigin sem þú fékkst á bls. 21 og sjáðu hvar þú lendir. Þín stig: 1 a = 5 b = 0 c = 10 ______ 2 a = 0 b = 10 c = 5 ______ 3 a = 0 b = 0 c = 10 ______ 4 a = 0 b = 0 c = 10 ______ 5 a = 0 b = 0 c = 10 ______ 6 a = 0 b = 10 c = 5 ______ 7 a = 10 b = 5 c = 0 ______ 8 a = 5 b = 0 c = 10 ______ Þú berð mikla virðingu og umhyggju fyrir öðrum, sýnir skilning og víðsýni. Þú berð virðingu fyrir öðrum, tekur forystu í ýmsum aðstæðum og stendur á rétti þínum og annarra. Þú berð stundum virðingu fyrir öðrum, fylgir oft öðrum, átt erfitt með að taka ákvarðanir. Þú reiðist auðveldlega, þarft að læra að sýna öðrum skilning og gefa fólki tækifæri. Mig langar til að bæta mig á þessu sviði með því að ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ 61–80 31–60 16–30 15 og þar undir

23 Að hlusta Eitt það mikilvægasta í samskiptum er að kunna að hlusta. Öll ættu því að leggja sig fram um að vera góðir hlustendur. Með því að hlusta á aðra sýnum við virðingu. Lestu um sex mikilvægustu atriðin sem hafa þarf í huga til að vera góður hlustandi. H Horfðu framan í þann sem er að tala Snúðu þér að þeim sem þú ert að tala við og sýndu þannig að þú beinir athygli þinni að viðmælandanum og því sem hann er að segja. Ef þú horfir annað eða ert með flöktandi augu þá eru það ótvíræð merki um að þú ert ekki að hlusta af athygli. L Líkamstjáning – líttu á hana Stundum segja svipbrigði, látbragð og raddblær meira en orðin sem sögð eru. Þess vegna er mikilvægt að veita slíkum atriðum athygli svo að þú getir betur áttað þig á hvað liggur í orðunum og hvernig þeim sem er að tala líður í raun og veru. U Uppbyggilegar spurningar eru góðar Spyrðu viðmælandann spurninga sem virkja hvetjandi á hann og hjálpa honum að tala óhikað og einnig til að ganga úr skugga um að þú hafir skilið hann rétt ef einhver vafi gæti verið á því. Þetta geta verið spurningar eins og: „Já, þú átt við að …“ eða „Var þetta erfitt eða rosagaman?“ og „Hvað prófaðirðu fleira?“ S Slepptu því að grípa fram í Ef þú grípur fram í fyrir þeim sem er að tala sýnir þú virðingarleysi. Leyfðu honum að klára að segja það sem viðmælandanum liggur á hjarta og taktu svo til máls og segðu það sem þú vilt segja. En varaðu þig á að lenda ekki í „ég-líka-gryfjunni“ sem er þannig að þú hlustar á þann sem er að tala og segir svo um leið og viðkomandi er búinn frá einhverju svipuðu sem þú hefur lent í eða upplifað, nema bara hvað það var miklu stórkostlegra og merkilegra en hjá hinum. Dæmi: „Já, en þetta er nú ekkert. Þú ættir að vita þegar ég fór í … þá var sko …“ T Taktu undir með því að kinka kolli eða segja „aha“ eða „einmitt“ Með því að taka undir á þennan hátt ertu um leið að viðurkenna það sem viðmælandinn segir. Það þarf þó ekki endilega að þýða að þú sért sammála því sem hann segir. Allir hafa rétt á því að hafa sínar skoðanir. En með því að kinka kolli, segja „aha“ eða „einmitt“ lætur þú í ljós að þú skiljir það sem sagt er. A Augnsamband og athygli – það er málið Þú sýnir áhuga og athygli með því að horfa í augu þess sem er að tala. Ekki stara, það þykir öllum óþægilegt. Gangi þér vel að verða virkur hlustandi!

24 Að vera góður hlustandi Lestu dæmin hér fyrir neðan og litaðu kassann grænan við dæmin um virka hlustun en rauðan við slæma hlustun. Búðu til eitt dæmi um virka hlustun. 1 Þú segir vinkonu þinni frá frábærri bók sem þú varst að lesa. Hún kinkar kolli af og til en er stöðugt að líta á klukkuna. ❑ 2 Vinur þinn segir þér frá flúðasiglingu sem hann fór í nýverið í Hvítá og þegar hann hefur sagt þér hvað það var æðisgengið segir þú: „Já, en þegar ég fór í svona í ánni í Skagafirði þá var það sko alveg meiriháttar, miklu vatnsmeiri á og svoleiðis.“ ❑ 3 Þið vinkonurnar eruð saman í bíó og í hléinu segirðu henni frá frænku þinni sem lenti í slysi fyrir nokkrum dögum. „Oh, er það,“ segir vinkonan og kinkar kolli. Hún horfir framan í þig á meðan þú segir frá en gjóar augunum af og til í átt að hópi krakka sem þið kannist báðar við. ❑ 4 Þú segir vini þínum frá ömmu þinni sem var mjög merkileg kona. Vinur þinn brosir og kinkar kolli og spyr þig hvenær hún hafi verið fædd og hvar hún hafi lært verkfræðina. ❑ 5 Tvær vinkonur eru að spjalla og önnur er að segja hinni frá peysu sem mamma hennar er að prjóna á hana sem sé svo flott. Þá segir hin: „Já, ég man eftir peysu sem amma prjónaði á mig í hittiðfyrra, hún var sko svo æðisleg.“ ❑ 6 Vinur þinn segir þér frá atviki sem gerðist í fótboltaleik og þú segir við hann þegar hann hefur sagt þér undan og ofan af því sem gerðist: „Meinarðu að markmaðurinn hafi …?“ ❑ 7 Þið vinirnir eruð í strætó og þú hlustar á hann segja þér hvernig strákur sem þið þekkið ruddist fram fyrir hann í röðinni í ísbúðinni um daginn. Þú segir að hann hefði sko átt að láta hann heyra það, hann eigi ekki að komast upp með svona lagað. ❑ 8 Vinkona þín útskýrir fyrir þér atvik sem átti sér stað milli hennar og annarrar stelpu út af einhverju blaði og þú spyrð hana: „Ég er ekki viss um að ég skilji alveg hvað þú meinar með því að hún hafi …“ ❑ 9 Vinur þinn ætlar að segja þér eitthvað rosalega merkilegt. Þú átt að vera mættur í sund eftir stutta stund og þú segir við hann: „Heyrðu, ég er rosaspenntur að heyra meira en ég er bara að verða of seinn, getum við hist á eftir og þú segir mér þá frá þessu?“ ❑ 10

25 Að tjá sig Tjáning getur verið af ýmsu tagi, allt frá því að flytja ræðu eða ljóð til þess að tala við eina manneskju. Oft er talað um tjáskipti í samskiptum manna á meðal. Í samskiptum er mikilvægt að geta tjáð sig skýrt og auðveldlega. Hér á eftir beinum við sjónum að munnlegri tjáningu. Staðsettu þig á skalanum hér fyrir neðan. ■ Hversu vel gengur þér að tjá þig fyrir framan hóp af fólki? Ekki vel Mjög vel 1 5 10 ■ Hversu vel gengur þér að tjá þig í litlum hópi? Ekki vel Mjög vel 1 5 10 Að tjá sig skýrt Þau sem hafa tjáskipti senda skilaboð sín í milli. Miklu skiptir að við sendum hvert öðru skýr skilaboð. Það auðveldar öll tjáskipti og samskipti og ýtir undir gagnkvæma virðingu og skilning. Lestu dæmin hér á eftir og búðu til þrjú sams konar dæmi í viðbót. Óskýr skilaboð Skýr skilaboð Takk. Takk fyrir að hjálpa mér að finna úlpuna. Ekki, hættu þessu. Viltu hætta að toga svona í hettuna, mér finnst það óþægilegt og hún gæti rifnað. Þú ert æðislega flott. Mér finnst nýja klippingin þín rosaflott. Þú ert svo fyndin/fyndinn/fyndið. Þú hefur svo frábæran og skemmtilegan húmor. Þetta má ekki. Það er alveg bannað að fikta í slökkvi- tækjunum því að þau gætu bilað sem væri mjög slæmt ef það kviknaði í. _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________ _____________________________________ ____________________________________

26 Vinir og vinátta Vinátta er eitt af því dýrmætasta sem við eigum. Að eiga góðan vin eða vinkonu til að vera með og tala við um sorgir og gleði hefur mikið gildi fyrir flest ef ekki öll. Og góð vinátta getur enst ævina á enda. Sennilega hefur hver og einn sína hugmynd um vini og vináttu en flest eru á sama máli um hvað einkennir trausta vini og vináttu. Nefndu þrjá eiginleika sem þú sækist eftir í fari vinar eða vinkonu. 1. ____________________________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________________________ 3. ____________________________________________________________________________ Nefndu eitthvað þrennt sem vinir myndu segja hvor við annan. 1. ____________________________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________________________ 3. ____________________________________________________________________________ Hvað finnst þér mikilvægast í sambandi við vináttu? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Hvernig finnst þér að vinir eigi að koma fram hvor við annan? ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ Nefndu eitthvað þrennt sem vinir myndu ekki gera hvor öðrum eða segja hvor við annan. 1. ____________________________________________________________________________ 2. ____________________________________________________________________________ 3. ____________________________________________________________________________

27 Virðing og traust í vináttu og samskiptum Manneskja sem þú getur treyst og reitt þig á er verðugur vinur eða vinkona. Manneskja sem þú treystir og getur sagt frá leyndarmáli eða gert samkomulag við verðskuldar virðingu þína og annarra. En við berum minni virðingu fyrir þeim sem kjafta frá eða koma af stað sögusögnum um aðra sem særa þá eða valda þeim vandræðum. Hversu virðingarverð/virðingarverður/virðingarvert ert þú? Alltaf Oft Stundum Aldrei 1. Þegir þú yfir leyndarmáli sem þér er trúað fyrir? ❑ ❑ ❑ ❑ 2. Kemur þú af stað sögusögnum eða orðrómi um aðra? ❑ ❑ ❑ ❑ 3. Hefur þú einhvern tíma orðið fyrir því að komið hefur verið af stað sögusögnum um þig? ❑ ❑ ❑ ❑ 4. Hefur einhver kjaftað frá leyndarmáli sem þú sagðir viðkomandi frá? ❑ ❑ ❑ ❑ 5. Myndir þú kjafta frá leyndarmáli sem þér var trúað fyrir til að forða þér úr vandræðum? ❑ ❑ ❑ ❑ 6. Hvernig myndi þér líða ef einhver í skólanum kæmi af stað sögusögnum um þig? Merktu við þau atriði sem lýsa tilfinningum þínum. Ég yrði: ❑ reið/reiður/reitt ❑ sár ❑ pirruð/pirraður/pirrað ❑ færi hjá mér ❑ brjáluð/brjálaður/brjálað ❑ svekkt/svekktur ❑ fúl/fúll/fúlt ❑ fyrir vonbrigðum 7. Reyndu að setja þig í þessi spor: Þú segir vini/vinkonu að þér líki rosalega vel við einhvern í skólanum. Vinurinn eða vinkonan segir fimm öðrum frá því og bráðum veit allur bekkurinn hvað þú ert að pæla. Hvernig liði þér? Merktu við þau atriði sem lýsa tilfinningum þínum. ❑ reið/reiður/reitt ❑ örvæntingarfull/ur/fullt ❑ ❑ fyndist ég svikin/n/svikið ❑ færi hjá mér ❑ ❑ fyndist ég niðurlægð/ur/t ❑ vonsvikin/n/vonsvikið ❑ sár/sárt 8. Skrifaðu hvað þú gætir sagt við þennan vin/vinkonu með því að nota ég-boð. ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ ______________________________________________________________________________ brjáluð/brjálaður/brjálað pirraður/pirruð/pirrað

28 Taktu púlsinn hjá þér Margs ber að gæta í samskiptum fólks og meðal annars hefur verið sagt að þú ættir að koma fram við aðra eins og þú vilt að sé komið fram við þig. Flettu eftir- farandi orðum upp í orðabók og athugaðu merkingu þeirra – þetta eru lykilorð í tengslum við vináttu og samskipti: Samhygð, tillitssemi, umburðarlyndi, umhyggja, hjálpsemi, vinsemd, traust, virðing. Lestu eftirfarandi fullyrðingar og merktu við eins og á við um þig af einlægni og heiðarleika. Alltaf Oft Stundum Aldrei 1 Ég er góður hlustandi.     2 Ég ber umhyggju fyrir öðrum.     3 Ég get þagað yfir leyndarmáli.     4 Ég held loforð sem ég hef gefið.     5 Ég hvet aðra og hughreysti.     6 Ég hjálpa öðrum að líða betur þegar þeir hafa gert mistök.     7 Ég er heiðarleg/heiðarlegur/heiðarlegt.     8 Ég fyrirgef öðrum sem hefur orðið á eða gert mistök.     9 Ég geri ekki lítið úr öðrum eða kem með niðurdrepandi athugasemdir.     10 Ég hrósa fólki og slæ því gullhamra.     11 Ég gríp ekki fram í fyrir öðrum.     12 Ef einhver reitir mig til reiði þá bregst ég við af ákveðni í stað þess að ásaka.     13 Ég hjálpa öðrum að finnast þau flink og mikilvæg.     14 Ég reyni að sýna samhygð, þ.e. að setja mig í spor annarra.     15 Ég reyni að vera ekki afbrýðisöm/afbrýðisamur /afbrýðisamt þó vinur minn eigi aðra vini.     16 Það er hægt að treysta mér.     17 Ég reyni að leggja mitt af mörkum í hópnum.     18 Ég reyni að styðja vini mína.     19 Ég reyni að sjá eitthvað jákvætt og gott í öllum.     20 Það er hægt að treysta mér.     21 Ég reyni að rétta vinum hjálparhönd þegar þeir eiga í erfiðleikum með eitthvað.     22 Mér semur vel við alls konar fólk.     ■ Skoðaðu staðhæfingar þar sem þú merkir við alltaf og oft. Þar stendur þú vel að vígi. ■ Skoðaðu staðhæfingar þar sem þú merkir við stundum og aldrei. Þar þyrftir þú að taka þig á og bæta þig.

29 Orðaforði ■ Samfélag ■ Réttindi ■ Skyldur ■ Ábyrgð ■ Persónuleg ábyrgð ■ Samfélagsleg ábyrgð ■ Mannréttindi ■ Umhverfisvernd ■ Lýðræði ■ Borgari ■ Þegn ■ Borgaravitund ■ Sjálfbær þróun Hver eru réttindi þín og skyldur í samfélaginu? Hvernig skilur þú orðið nemendalýðræði? Hvað eru mannréttindi? Þú tilheyrir samfélagi Nú þegar þú hefur fjallað um ýmislegt sem viðkemur þér og samskiptum þínum við aðra er ekki úr vegi að ljúka þessu hefti á stuttri umfjöllun um þig sem hluta af því samfélagi sem þú tilheyrir. Í raun tilheyrir þú mörgum ólíkum samfélögum. Bekkurinn þinn í skólanum er samfélag, skólinn í heild sinni er samfélag, bærinn eða hverfið sem þú átt heima í er samfélag og landið sem þú býrð í er samfélag, líka stundum nefnt þjóðfélag. Þú ert þegn eða borgari í þessu þjóðfélagi. Borgarar hafa ákveðin réttindi og þessum réttindum fylgja líka skyldur og ábyrgð af ýmsu tagi. Það má kalla það borgaravitund að vera meðvitaður um þessi réttindi, skyldur og ábyrgð. Í okkar þjóðfélagi byggjast réttindi borgaranna á lýðræðislegum grunni. Það þýðir að allir hafi rétt til að láta í ljós vilja sinn og skoðanir og hafa áhrif á samfélagsleg málefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=