Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

24 Að vera góður hlustandi Lestu dæmin hér fyrir neðan og litaðu kassann grænan við dæmin um virka hlustun en rauðan við slæma hlustun. Búðu til eitt dæmi um virka hlustun. 1 Þú segir vinkonu þinni frá frábærri bók sem þú varst að lesa. Hún kinkar kolli af og til en er stöðugt að líta á klukkuna. ❑ 2 Vinur þinn segir þér frá flúðasiglingu sem hann fór í nýverið í Hvítá og þegar hann hefur sagt þér hvað það var æðisgengið segir þú: „Já, en þegar ég fór í svona í ánni í Skagafirði þá var það sko alveg meiriháttar, miklu vatnsmeiri á og svoleiðis.“ ❑ 3 Þið vinkonurnar eruð saman í bíó og í hléinu segirðu henni frá frænku þinni sem lenti í slysi fyrir nokkrum dögum. „Oh, er það,“ segir vinkonan og kinkar kolli. Hún horfir framan í þig á meðan þú segir frá en gjóar augunum af og til í átt að hópi krakka sem þið kannist báðar við. ❑ 4 Þú segir vini þínum frá ömmu þinni sem var mjög merkileg kona. Vinur þinn brosir og kinkar kolli og spyr þig hvenær hún hafi verið fædd og hvar hún hafi lært verkfræðina. ❑ 5 Tvær vinkonur eru að spjalla og önnur er að segja hinni frá peysu sem mamma hennar er að prjóna á hana sem sé svo flott. Þá segir hin: „Já, ég man eftir peysu sem amma prjónaði á mig í hittiðfyrra, hún var sko svo æðisleg.“ ❑ 6 Vinur þinn segir þér frá atviki sem gerðist í fótboltaleik og þú segir við hann þegar hann hefur sagt þér undan og ofan af því sem gerðist: „Meinarðu að markmaðurinn hafi …?“ ❑ 7 Þið vinirnir eruð í strætó og þú hlustar á hann segja þér hvernig strákur sem þið þekkið ruddist fram fyrir hann í röðinni í ísbúðinni um daginn. Þú segir að hann hefði sko átt að láta hann heyra það, hann eigi ekki að komast upp með svona lagað. ❑ 8 Vinkona þín útskýrir fyrir þér atvik sem átti sér stað milli hennar og annarrar stelpu út af einhverju blaði og þú spyrð hana: „Ég er ekki viss um að ég skilji alveg hvað þú meinar með því að hún hafi …“ ❑ 9 Vinur þinn ætlar að segja þér eitthvað rosalega merkilegt. Þú átt að vera mættur í sund eftir stutta stund og þú segir við hann: „Heyrðu, ég er rosaspenntur að heyra meira en ég er bara að verða of seinn, getum við hist á eftir og þú segir mér þá frá þessu?“ ❑ 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=