Ertu? Vinnubók í lífsleikni - rafbók

21 Vogarskál virðingar Berðu virðingu fyrir öðrum? Viðurkennir þú rétt fólks til að vera eins og það er? Kemurðu fram við fólk eins og þú vilt að það komi fram við þig? Kannaðu stöðu þína með því að nota sjálfsmatslistann hér á eftir. Merktu við þann svarmöguleika sem lýsir því best hvernig þú myndir bregðast við aðstæðunum. 1 Ef þú værir ný/nýr/nýtt í skólanum, hvernig myndir þú velja þér vini? A Leita uppi þá sem líktust mér bæði í útliti og því sem þeir gerðu. B Reyna að koma mér í mjúkinn hjá þeim sem væru vinsælastir. C Velja mér vini sem bera virðingu fyrir mér og vilja vera vinir mínir. 2 Ein stelpa í bekknum er oft í sömu fötunum í skólanum. Þú veist að það eru ekki til miklir peningar heima hjá henni. A Þú hlærð með hinum þegar þeir benda henni á að hún geti fengið sér eitthvað nýtt úr óskilamununum í skólanum. B Þú segir fólki að láta hana í friði, því komi ekki við í hverju hún gangi. C Þú skiptir þér ekki af henni af því að þú vilt ekki láta aðra sjá þig tala við hana. 3 Þú ert í fótbolta í frímínútum og einn úr bekknum sparkar boltanum beint í andlitið á þér. Það er sárt en það urðu engin meiðsli. A Þú hættir í leiknum og öskrar á strákinn og segir að hann hefði átt að passa sig betur. B Þú ræðst á hann því þú ert viss um að hann hafi gert þetta viljandi. C Þú fyrirgefur honum því að þetta var óviljaverk og eins og hvert annað slys. 4 Þú ert með hópi krakka í frímínútum og ein stelpa er að gera grín að innflytjendum frá öðrum heimshluta og stelpa í skólanum sem kemur einmitt þaðan heyrir það. A Þú tekur undir og hlærð með. B Þú segir eitthvað annað í sama dúr og allir hlæja. C Þú hlærð ekki og segir krökkunum að vera ekki með svona kynþáttafordóma. 5 Bekkjarfélagi þinn á við offituvanda að stríða og er mikið strítt. A Þú hvíslar einhverju kvikindislegu um bekkjarfélagann að vinkonu þinni og þið hlæið báðar. B Þú uppnefnir hann með hinum þegar hann heyrir ekki til. C Þú tekur ekki þátt í slíku því að þér finnst rangt að dæma fólk eftir útlitinu. 6 Stelpa í bekknum hellir óvart niður fullu glasi af vatni í hádegismatnum og það fer yfir fullan diskinn þinn og á buxurnar þínar sem verða rennblautar. A Þú öskrar á hana og kallar hana klaufa. B Þú segir bara úps, nærð í tusku og hjálpar henni að þurrka upp bleytuna. C Þú lætur sem ekkert sé, grettir þig aðeins, ferð með diskinn þinn, færð þér nýjan skammt og finnur þér annað sæti. 7 Þið vinkonurnar eruð að tala saman og hlæja í tíma. Kennarinn var búinn að biðja ykkur að hafa hljóð en þið gegnið ekki. Þá rekur hann ykkur út. A Þið gegnið og farið fram og notið tímann til að velta fyrir ykkur hvað þið eigið að segja til að biðja afsökunar. B Þið gangið út og skellið hurðinni á eftir ykkur. C Þið gangið út og hugsið hvað þessi kennari sé óþolandi og hvernig þið getið náð ykkur niður á henni/honum í næsta tíma. 8 Þið eruð í kýló í leikfimi og einn úr þínu liði er ekki flinkur að kýla boltann. A Þú segir honum að hundskast til að reyna almennilega ef hann ætli sér að vera í liðinu. B Þú segir svo allir heyri, kanntu ekki að kýla eða hvað? C Þú hvetur hann og segir honum að þetta gangi bara prýðilega hjá honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=